Ríkið van­ræki grund­vall­ar­verk­efni

Núna á að stofna enn einn stjórnmálaflokkinn og að þessu sinni er það gert af Arnari Þór Jónssyni lögmanni. Áherslurnar hljóma vel í mínum eyrum og því spennandi að sjá hvort þetta gangi upp. Vonandi þá þannig að hægrimenn stækki sneið sína af kökunni frekar en bara að skiptast á atkvæðum innbyrðis (og hérna er ég að ganga svo langt að kalla Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn hægriflokka, og áherslur Flokks fólksins einnig samrýmanlegar hægristefnu að mörgu leyti - fólkið fyrst, svo allt hitt). 

Í Danmörku eru sumir hægrimenn líka að stofna nýjan stjórnmálaflokk, Borgernes Parti, undir forystu Lars Boje Mathiesen, sem hefur verið áberandi sem þingmaður og sérstaklega vinsæll meðal ungs fólks á samfélagsmiðlum. Til að geta boðið fram krafta sína sem þingmaður í flokki Lars þarf að hafa a.m.k. 10 ára reynslu úr atvinnulífinu og hver þingmaður má bara sitja á þingi í 10 ár að hámarki.

Hvers vegna? Jú til að koma í veg fyrir að þingmenn flokksins verði of samdauna kerfinu, hætti að sjá brestina og standi í raun vaktina.

Kannski aðrir flokkar mættu taka sér þetta til fyrirmyndar, eða eitthvað svipað. 

Ég veit ekki hvort það sé gott eða slæmt að hægriflokkarnir séu margir og ekki endilega mjög stórir eins og gildir um bæði Ísland og Danmörku. Kannski er þetta afleiðing þess að þessir stærri og hefðbundnari flokkar hafi staðnað og farnir að snúast meira um að halda völdum en bjóða upp á sterka og skýra hugmyndafræði. Kannski er þetta afleiðing skoðanakannana-stjórnmála þar sem í sífellu er brugðist við lélegum mælingum frekar en að standa fastur á sýn sinni og sanna fyrir kjósendum að baráttan er raunveruleg, og megi atkvæðin þá koma í kjölfarið. 

En spennan magnast, held ég.


mbl.is Blanda af reyndu fólki og ungu fólki úr atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flokkur fólksins er hvorki til hægri né vinstri. Þar er tekin sjálfstæð afstaða í hverju máli en ekki eftir fyrirfram mótuðum skilgreiningum.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2024 kl. 15:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Ég veit það vel, en hann er oft mjög pragmatískur svo þegar vinstrimenn hamast við að sleikja upp hagsmunamál útlendinga og láta gæluverkefnin sjúga peninga úr stuðningskerfum ríkisins þá ættu hægrimenn - rétt skilgreindir - og Flokkur fólksins að geta fundið mjög marga snertifleti.

Slagorð hans er svo það besta allra flokka. 

Geir Ágústsson, 29.9.2024 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband