Frjálshyggjumađurinn Jón Gnarr

Ţegar Jón Gnarr segist vera frjálshyggjumađur og anarkisti ţá ćtla ég ekki ađ hrópa „lygari“ eđa neitt slíkt. Hann hefur sagt ţetta áđur, líka áđur en hann gerđist borgarstjóri í Reykjavík og ađstođađi vinstrimenn viđ ađ knésetja borgina. Orđiđ „frjálshyggja“ rúmar margt, sem er bćđi kostur og ókostur, og menn geta ţví kallađ sig frjálshyggjumenn af mörgum ástćđum og trúađ ţví í mikilli einlćgni.

Nei, í stađ ţess ađ hrópa „lygari“ ćtla ég einfaldlega ađ fagna ţví ađ Jón Gnarr kalli sig frjálshyggjumann. Hann trúir svo sannarlega á málfrelsiđ, eđa ég man t.d. ekki eftir ađ hann á veirutímum hafi falliđ í gildrur ţeirra sem vildu ritskođun og skođanakúgun. Hann hefur búiđ til persónu međ fimm háskólagráđur sem er um leiđ andstyggileg manneskja sem veit í raun ekkert betur en ađrir, og má kannski sjá ţar gert grín ađ ađdáun okkar á doktorsgráđum og prófessoratitlum - sérfrćđingaveldinu sem á ađ vita allt betur en ađrir. Frjálshyggjutaugin er kannski sterk í honum ţótt stjórnmálin, sem geta veriđ ruglandi, en hafa togađ í hann í fjöldamörg ár, setji hann á bekk međ vinstrimönnum og Evrópusambandsađdáendum. 

Megi fleiri sem hafa svolitlar taugar ennţá til frjálsra samskipta og viđskipta, málfrelsis og efasemda til sérfrćđingavaldsins gefa sig fram sem frjálshyggjumenn! Ţađ er svo hćgt ađ taka samtaliđ um hvađ frjálst samfélag er í raun, en byrjunin er ađ vilja tilheyra ţeim hópi fólks sem styđja slíkt samfélag. 


mbl.is Jón: 70% Viđreisnarmađur samkvćmt kosningaprófi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fimm og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband