Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið svo­kallaða

Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið svo­kallaða er oft nefnt í dægurmálaumræðunni. Ríki hafa skrifað undir það og skuldbundið sig. Ríkin þurfa núna að standa við samkomulagið. „Markmiðum“ þess þarf að ná. Við þurfum að gera eitt og annað til að „virða“ samkomulagið.

En vita menn hvað stendur í þessum sáttmála? Eitthvað um hlýnun Jarðar um 1,5 gráðu eða hvað? 

Sennilega ekki.

Staðreyndin er sú að Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið svo­kallaða er bara viljayfirlýsing á pari við þær í kringum Borgarlínu, þjóðarhallir og flugvöll í Hvassahrauni. Merkingarlaust þvaður sem er svo óraunhæft að það þarf að skrifa heila bók til að lýsa því sæmilega. Í því eru engar skuldbindingar, kvaðir, afleiðingar eða eftirfylgni. Bandaríkin löbbuðu út (Trump) og inn (Biden) í þetta samkomulag eins og hendi væri veifað og án þess að spyrja kóng né prest. 

Nú fyrir utan að hvert og eitt ríki ræður því í raun hvaða texta þau skilja eftir sig í samkomulaginu. Kínverjar og Indverjar lofuðu að auka útblástur sinn þar til þeir hætta að auka hann, svo dæmi sé tekið. Íslendingar lofuðu að minnka hann. Sumir lofa því að útblástur standi í stað. Þetta er á alla vegu, eftir hvers höfði, og þess vegna tókst að fá alla til að skrifa undir. Hver skrifar ekki undir eigin áætlanir? 

Svo nei, Íslendingar þurfa ekki að efna neitt, standa við neitt, virða neitt og telja sig skuldbundna þegar kemur að Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu svo­kallaða. Þeir geta haldið áfram að virkja, keyra, sigla, fljúga og brenna - með öðrum orðum: Losa það sem losa þarf til að halda uppi lífskjörum og þægindum. Enginn getur stöðvað það og afleiðingarnar eru engar þótt orðin í Parísarsamkomulaginu sem Íslendingar skrifuðu og skrifuðu svo undir passi ekki við það sem Íslendingar þurfa að gera til að verja hag almennings og atvinnulífs.

En best væri auðvitað bara að draga undirskriftina til baka, fleygja þessu plaggi í ruslatunnuna og snúa sér að raunverulegum vandamálum.


mbl.is Segir Björn vera eins manns „skrímsladeild“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er mikil plága hversu gjarnir menn eru á að halda allar skuldbindingar sem valda okkur beinum búsifjum.

Mikill ósiður, finnst mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.9.2024 kl. 18:33

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er ekki um þjóðréttarsáttmála (Treaty) að ræða, heldur marxisískan samhljóm (Consensus). Engin raunvísindi koma þarna við sögu, heldur sómakær tölvulíkun IPCC, og hefur IPCC viðurkennt að geta ekki stuðst við mælingar.

Sovét kommúnismi á nýjum belgjum, enda Evrópsk menning dáin.

Guðjón E. Hreinberg, 25.9.2024 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband