Óska eft­ir því að fólk tali á ís­lensku á Íslandi

Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir, nemi við Há­skóla Íslands, seg­ir þó nokkuð bera á for­dóm­um á Íslandi. Hún seg­ist ít­rekað hafa verið kölluð api og fólk jafn­vel gelt eða urrað á hana úti á götu.

Þetta var leitt að lesa, en kemur ekki á óvart. Miðað við lítið viðtal við Hrafnhildi þá er þarna á ferð dugleg, metnaðarfull, drífandi og klár ung kona sem á skilið virðingu og hrós. Fólk sem kallar annað fólk apa ætti að líta í spegil, svo það sé sagt. 

Eitt er það svo sem Hrafnhildur segir sem mér finnst athyglisvert:

„Mér finnst ég ekki biðja um mikið þegar ég óska eft­ir því að fólk tali á ís­lensku á Íslandi,“

... og er hún væntanlega að meina þá sem hyggjast búa og starfa á Íslandi í einhvern tíma, jafnvel varanlega, en ekki ferðamenn og ráðstefnugesti og slíkt.

Já, er það ekki? Var svona erfitt að segja þetta?

Kannski verður Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir, nemi við Há­skóla Íslands og ættleitt dótt­ir Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, bráðum kölluð hægriöfgamaður, og jafnvel fasisti og nasisti og rasisti. En ef ekki, frábært! Þá geta aðrir sagt það sama og Hrafnhildur án þess að hætta á að einhver smelli á þeim þessa algengu stimpla sem margir munda svo gjarnan.

Væri það ekki hressandi?


mbl.is Gelt og urrað á Hrafnhildi: „Ég hef verið kölluð api þrisvar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tók því þannig að hún ætti við Íslendinga sem gjarnan byrja að ávarpa fólk á ensku ef það lítur ekki út fyrir að vera afkomendur sorans sem nam hér land. Enda var hún að ræða um hegðun innfæddra en ekki túrista og farandverkamanna.

Vagn (IP-tala skráð) 23.9.2024 kl. 21:18

2 identicon

Hef aldrei skilið hvaða skilaboð það á að senda fólki að gelta á það.

En gott að Vagn hefur upplýst okkur um hverjir hans forfeður og mæður voru, SORI. Feginn að vera ekki skyldur þessum sora.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.9.2024 kl. 23:56

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Leitt að heyra Vagn að þú sért óánægður með íslenska ættartréð þitt, nema þú sért sjálfur innflytjenda eða afkomandi nýtilkominna innflytjenda og kunnir betur að meta erlendar rætur þínar en þessar 1000 ára gömlu á Íslandi. 

Þegar fólk heyrir nægilega oft "could you please speak English please" þá fer það ósjálfrátt að reyna giska út frá útliti og aðstæðum hvort viðkomandi skilji íslensku eða ekki og spara sér að þurfa endurtaka allt.

Í nálægri matvöruverslun hjá mér er ungur starfsmaður sem segir allt þetta venjulega á dönsku: Upphæðina, hvort ég vilji kvittun og þannig lagað. En þegar ég ætlaði svo að spyrja hann að einhverju og gerði það á dönsku þá fraus andlitið hans og hann skipti yfir á ensku. Þetta er ekki alltaf auðvelt þegar fólk nennir ekki að læra tungumál innfæddra. 

Geir Ágústsson, 24.9.2024 kl. 11:59

4 identicon

Sumir kaupa rómantískar hetjugerðir nítjándu aldar skálda af landlausum flökkulýð, þrælahöldurum, ræningjum, nauðgurum og morðingjum sem hér numu land. Aldalöng innræktum, lauslæti og rangfeðrun gæti átt einhvern þátt í trúgirninni.

Vagn (IP-tala skráð) 24.9.2024 kl. 12:41

5 identicon

Og leiðinlegt að heyra að aðrir útlendingar eigi í erfiðleikum með að skilja dönskuna þína.

Vagn (IP-tala skráð) 24.9.2024 kl. 12:47

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ef Vagn særist af sannleikanum er hann kannski ekki gervigreind heldur mennskur. Þá er von fyrir slíka. Gott er það.

Ingólfur Sigurðsson, 24.9.2024 kl. 16:24

7 Smámynd: Loncexter

Mikið svakalega er þessi vagn klikkaður. Fordæmir fólkið sem byggði upp þetta land og velferðarkerfi, og styður svo innflutning á fólki sem er komið til þess að rífa allt niður.

Loncexter, 24.9.2024 kl. 17:09

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ekkert við því að segja ef fólk hatar eigin uppruna, eða er af öðrum uppruna og hatar aðra uppruna en eigin. En sem lækningu höfum við Metallica. Ég skýri það kannski betur í nýrri færslu. 

Geir Ágústsson, 24.9.2024 kl. 20:31

9 identicon

Sorinn Vagn er ekki ginkeyptur fyrir hetjusögum íslendingasagnanna en hann kokgleypir hinsvegar sögum um meint þrælahald landnema.

Soranum Vagni til upplýsingar eru allar sögur um þrælahald á Íslandi skrifaðar rúmlega þremur öldum eftir að þær áttu að hafa átt sér stað. Samtímaheimildir, m.a. Sturlunga, er sönnun þess að þrælahald var aldrei á Íslandi.

Sorinn Vagn getur því lagst til hvílu í þeirri sannfæringu að hann er ekki afkomandi þræla. Þó er afar líklegt að hann sé afkomandi sora.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.9.2024 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband