(Dular)gervigreindin

Mikið er rætt og skrifað um hin svokölluðu orkuskipti sem þurfa að eiga sér stað til að forða heiminum frá því að stikna, eða frjósa, eða verða teppalagður af bæði úrhelli og skógareldum, jafnvel á sama tíma. 

Þessi orkuskipti eru þegar á heildina litið samt ekki að eiga sér stað og það gerir ekkert til. Fyrir því eru margar ástæður en sú stærsta er kostnaður. Mikil áform um stór og græn orkuveru eru sett ofan í skúffu, og á fyrirlestrum er einfaldlega byrjað að spyrja: Hvar er allt vetnið?

Þetta er of dýrt og óáreiðanlegt og enginn er tilbúinn að hætta fé sínu í ævintýrið, nema auðvitað stjórnmálamenn sem hætta fé skattgreiðenda. 

Það er því freistandi að velta fyrir sér hvernig er hægt að hagnast á fyrirsjáanlegu hruni í öllum þessum áætlunum um að koma mannkyninu út úr jarðefnaeldsneyti, og kannski að ráðfæra sig við gervigreindina. 

et1

Bíddu nú við, fékk ég þarna einhverja siðferðislega pillu? Ábendingu um að ég sé að stofna samfélaginu og umhverfinu í hættu? Já, heldur betur. Í kjölfarið koma loðin meðmæli um að auka fjölbreytni í eignasafninu með kaupum á hlutabréfum og ýmsu öðru. 

En hvað ef ég vill henda fé mínu á eftir orkuskiptunum? Þá er tónninn annar!

et2

Frábær hugmynd, segir gervigreindin, og afhjúpar þar með gervið sem hún er í: Greind í dulargervi pólitískra aðgerðasinna. Í kjölfarið birtist langur listi yfir fyrirtæki og sjóði sem sérhæfa sig í grænum fjárfestingum og framkvæmdum. Ekkert loðið á ferð þar.

Ég var spurður um daginn:

Og hverjum á þá að treysta? Engum? Hvar finnum [við] „réttar“ upplýsingar? Hvernig er hægt að uppræta „rangar upplýsingar“?

Það er ekkert einfalt svar við þessu nema það að tileinka sér gagnrýnið hugarfar og vega og meta það sem sagt er, og þá sérstaklega ef það kemur úr svörum gervigreindar, hvort sem hún er stafræn eða klædd í líkama prófessors við Háskóla Íslands eða sjónvarpsfréttamanns hjá RÚV eða Stöð 2.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Spyrðu grevigreindina hvar þú færð rangar upplýsingar.  Berðu einhveru fyrir .ig ef með þarf.

Þú ættir að fá lista yfir traustverðar heimildir. 

Ásgrímur Hartmannsson, 21.9.2024 kl. 20:45

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Grænar fjárfestingar virðast vera örugg leið fyrir einstaklinga til að tapa peningum, en það þarf ekki að vera svo fyrir fyrirtækin. 

Því hart er sótt fram um að fá grænan skattaafslátt líkt og gert er víða vegna framlaga til góðgerðamála sem svo er nýtt að fullu til að losa sig við úreltar, ónýtar vörur til Afríku einsog dæmin sýna

Grímur Kjartansson, 22.9.2024 kl. 07:06

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ég reyndi að eiga við gervigreindina og hún birti meira að segja mynd af lógó Moderna sem hún neitar svo að segja í PDF-handrit af samtalinu, en gott og vel. Ég veit hvaða spottar stjórna þessari gervigreind.

Grímur,

Það er nú með skattaafslætti að þeir eru bara það þar til þeir eru þar ekki lengur. Eða hvað gerist nú þegar rafbílar á skattaafslætti verða of margir? Þeir verða skattlagðir. Þetta er ein stór svikamylla. Afríka, eins og svo oft áður, endar svo á að verða ruslahaugurinn. 

Geir Ágústsson, 23.9.2024 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband