Myndin sem verður ekki hunsuð

iaarUm helgina var opnað í nokkrum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sýningar á myndinni Am I Racist? og lenti hún þar í 4. sæti á miðasölulistanum. Ég hef fylgst nokkuð með aðdragandanum að þessari frumsýningu og séð mörg sýnishorn úr myndinni og leyfi mér að segja að umfjöllunarefnið er vægast sagt eldfimt í pólitísku landslagi dagsins í dag, eins og titillinn gefur væntanlega til kynna. Þetta er einhvers konar heimildamynd, ádeila og rannsóknarblaðamennska, allt í einum graut (e. mockumentary). 

Vitaskuld mun ég horfa á þessa mynd við fyrsta tækifæri rétt eins og fyrri mynd sama höfundar, Whats is a Woman?, sem var geggjuð. En ég vildi benda á nokkuð annað.

Rotten Tomatoes er vefsíða sem tekur saman viðbrögð fólks og gagnrýnenda við kvikmyndum og þáttum. Þeir flokka umfjallanir í jákvæðar og neikvæðar og birta svo hlutfall jákvæðra umfjallana. Það þykir gott að fá háa prósentu hjá Rotten Tomatoes, hvort heldur hjá gagnrýnendum og almennum áhorfendum þótt stundum skilji mikið á milli

Það hefur verið bent á að ekki ein einasta gagnrýni gagnrýnenda hefur borist Rotten Tomatoes ennþá, en yfir 1000 sannreynd viðbrögð frá áhorfendum, og 99% þeirra ánægðir með myndina. 

Þetta er óvenjulegt. Önnur mynd sem var líka frumsýnd um helgina hefur fengið yfir 170 umfjallanir gagnrýnenda. Það er dæmigert. Algjör þögn ekki.

Sem færir mig að því sem sumir munu eflaust kalla samsæriskenningu en ég kalla samsæri sem er engin kenning: Það á að reyna þagga niður í myndinni. Fjölmiðlar þora ekki að koma nálægt henni með löngu priki því þá neyðast þeir til að taka afstöðu og reyna að afneita allskyns hlutum sem eru augljóslega sannir. 

Það vilja þeir auðvitað ekki.

Auðvitað hefur víða verið fjallað um myndina [1|2|3], en ekki í þeirri sundlaug sem Rotten Tomatoes sækir gagnrýni sína úr. Er það kannski hið forvitnilega?

Þeir sem hafa náðasamlegast fjallað um myndina lenda í hótunum. Hver vill lenda í hótunum? Fáir hafa bein í slíkt.

Eitt er víst: Hérna er á ferðinni "must see", eða skylduáhorf, og bíð ég spenntur eftir tækifæri til að kaupa aðgang. Mun ég þá passa mig á að vera ekki að borða poppkorn á meðan á áhorfi stendur vegna köfnunarhættu í hlátursköstunum.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Aðeins er einn sólarhringur síðan ég var síðast kölluð rasisti fyrir að verja rétt vararíkissaksóknara til að opinbera getuleysi hins opinbera gagnvart erlendum afbrotamönnum. Sem segir mér aðeins að fjölmenningarsinnar eru að missa tökin á umræðunni. Þetta staðfesti svo grein Ásgeirs Ingvarssonar, sem hann fékk birta í viðskiptablaði Moggans í gær. Kudos fyrir Ásgeir og Moggann sem er að losna undan áhrifum svefnþornsins.

Ragnhildur Kolka, 19.9.2024 kl. 10:03

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Glóbalistarnir eru búnir að tapa flestum af yngri kynslóðinni, sem sést ágætlega hér, meðal annars:
https://www.youtube.com/live/xC_mVaJ1g8Y?si=7x3_c3Ed-_UoUyFR&t=508

Og víðar.  Það er hluti 1 og 3 af þessu líka.  Betra en Guiding Light.

Áróður þeirra er gegnsær og of ágengur.

Börnin vilja ekki láta skera undan sér.

Tölvuleikjaspilarar vilja ekki horfa á fígúrur sem eru kynskiftir offitusjúklingar með downs.

Um leið og þeir tapa poppkúltúrnum, þá eru þeir glataðir.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.9.2024 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband