Samfélagsmiðlar án samfélags

Vissir þú að þú ert heilaþveginn af rússneskum fjölmiðlum? Og jafnvel orðinn að strengjabrúðu Pútíns án þess að gera þér grein fyrir því?

Sennilega ekki, og ekki ég heldur. En það er víst raunin. Vegna rússneskra fjölmiðla þá ertu að hugleiða að kjósa öðruvísi, snúast gegn stjórnvöldum þínum og styðja Pútín í öllum hans embættisverkum sem felast meðal annars í að láta fólk detta út úr gluggum. Þetta styður þú allt saman.

En hvernig stendur á þessum afskræmda hugsunarhætti þínum? Af hverju ertu svona mikil klappstýra rússneskra yfirvalda og þeirra hlið mála?

Jú, af því það er búið að metta þig með rússneskum áróðri í gegnum samfélagsmiðla.

En hafðu ekki áhyggjur! Lækning þín er handan við hornið!

Fjésbókin er búin að banna efni frá rússneskum fréttamiðlum! Senn mun flóðbylgja af efni frá RÚV, BBC og CNN koma þér aftur á beinu brautina. Þú tekur niður rússneska fánann í stofunni þinni og sendir peninga í stríðsvélar NATO - með glöðu geði.

Takk, samfélagsmiðlar, fyrir að sía út allskyns heilaþvott og áróður sem skemmir skoðanamyndun okkar.

Takk, yfirvöld, sem leyfa slíka skerðingu á málfrelsi.

Takk, blaðamenn, fyrir að styðja við skerðingu á aðgengi að vinnu blaðamanna.

Takk, fjölmiðlar, fyrir að gagnrýna ekki harðar aðgerðir gegn fjölmiðlum.

Og sérstakar þakkir til góða fólksins, sem boðar lýðræði og málfrelsi, fyrir að taka af fólki val og tal sem fellur ekki að hagsmunum bandarískrar utanríkisstefnu. Hún er jú það eina sem skiptir máli, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill oft brenna við að við sem teljum okkur gáfaðri en Jón og Grjón í næstu götu finnum hjá okkur hvöt til að hafa vit fyrir vitleysingunum. Best að leyfa  þeim að ráfa um í heimsku sinni, það er þessvegna sem ég nenni ekki að elta ólar við kjaftæðjð frá þér upprunnið úr rússneskum fjölmiðlu. Þú mátt vera heimskur mín vegna,ekkert sem ég get sagt til að þú verðir minna heimskur en þú ert.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.9.2024 kl. 23:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Þú skilur málfrelsið betur en flestir. Þess vegna leyfir þú þér að kalla síðuhöfund heimskan og veist að hann lætur það standa.

Geir Ágústsson, 18.9.2024 kl. 07:10

3 identicon

Ég var reyndar ekki að kalla þig eða aðra heimska. Ég kallaði þá heimska sem eru ginkeiptir fyrir fréttum sem er ætlað að innræta frekar en upplýsa. Þú hefur verið gjarn á að gleypa áróður rússa hráan.  En eins og ég segi, fólki er frjálst að vera heimskt, kemur mér ekki við.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.9.2024 kl. 09:42

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það þarf nú ekki að fara útfyrir landsteinanan

Fréttamenn RUV eru sífellt að reyna innræta okkur þeirra persónulegu skoðun
en upplýsing er algjört aukaatriði fyrir þessa heimskingja

Grímur Kjartansson, 18.9.2024 kl. 12:17

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að viða að sér fréttum sem víðast að var lengi talið merki um vitræna nálgun viðfangsefnis. Mogginn flytur fréttir af sömu atburðum og RÚV en frá öðrum sjónarhóli. Sama má segja um fréttaflutning BBC og LeFigaro. Allir flytja þeir þó fréttir samkvæmt forskrift bandarískra meginstraumsmiðla sem aftur flytja boðskap utanríkisstefnu BNA. RT er frískur andblær í þeim hafsjó heilaþvottar. Hver sem er getur farið á netið og fylgst með fréttum beint frá Úkraínustríðinu eða Ísrael á Telegram (enn sem komið er). Frá hvorri hlið sem honum hugnast eða báðum. En alræðis tilburðir láta ekki að sér hæða og nú er reynt að þagga allar raddir sem ekki samræmast uppsprettunni, State department USA.

Frekar en að kalla fólk heimskt fyrir að hafna margsannaðir lygaþvælu meginstraumsmiðla væri hverjum manni hollt að opna hug sinn fyrir öðrum veruleika. Það skaðar ekki en gæti skerpt á gagnrýninni hugsun viðkomandi.

Ragnhildur Kolka, 18.9.2024 kl. 12:26

6 Smámynd: booboo

Það virðist vera að þessi Bjarni sé,eins og hann sjálfur segir "ginkeiptur fyrir fréttum sem er ætlað að innræta frekar en upplýsa" - svo lengi sem inrætingin kemur ekki frá Rússum.

booboo , 18.9.2024 kl. 12:58

7 Smámynd: booboo

Góð færsla frá RK.

Aðalviðfangsefni síðustu ráðstefnu/fundar WEF var að koma í veg fyrir áróður og rangra uplýsinga/frétta. Allar fréttir og vangaveltur eiga að koma frá "traustum fjölmiðlum (þeas meginstraumsmiðlar)". Semsagt; nauðsynlegt er að stýra umræðunni á alla kanta, öðru nafni Ritskoðun. 

booboo , 18.9.2024 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband