Leyfum stjórnmálamönnum bara að undirrita

Í dag samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur upp­færslu sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins“, sem er annað nafn fyrir áætlanir sem þýða minni samgöngur gegn hærri sköttum. Þetta olli „klofningi“ í sveit Sjálfstæðismanna, en að öðru leyti kaus meirihlutinn með sjálfum sér og minnihlutinn gegn honum. 

Mikið hefur verið rætt um þennan samgöngusáttmála en er það ekki óþarfi? Þetta er bara ein innistæðulausa ávísunin á eftir annarri og enginn setur svo mikið sem skóflu í jörðina, enda þyrfti þá að borga vinnandi fólki til að vinna raunverulega vinnu. Nóg er af skýrslum og glærum en hvernig eiga opinberir starfsmenn að láta tímann líða öðruvísi? Þetta er kannski allt saman hið besta mál.

Þetta, og þjóðarhallir sem munu aldrei rísa en framleiða hvern starfshópinn á fætur öðrum, og ný hverfi sem rísa ekki, og stofnæðir í stokka sem aldrei verða, og svona mætti lengi telja.

Því þegar allt kemur til alls þá er bankabókin innistæðulaus og lánadrottnarnir þurfa sínar vaxtagreiðslur.

Svo kæru stjórnmálamenn, skrifið undir! Samþykkið! 

Því þegar allt kemur til alls er alltaf gaman að horfa á góð leikrit.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband