Blaðamennska: Ekkert að sjá hér

Ég horfi stundum á The Rubin Report á Rumble. Stjórnandinn, David Ruben, rankaði við sér úr meginstraumsrotinu fyrir ekki mörgum árum síðan og hefur bara orðið beittari fyrir vikið, og þættir hans eru bæði skemmtilegir og upplýsandi.

Hann sagði svolítið í seinasta þætti sem sló mig og ég held að sé hárrétt greining á fjölmiðlalandslaginu:

Það að fjölmiðlar séu að segja þér að þarna sé nákvæmlega ekkert að sjá gefur í sjálfu sér til kynna að það sé eitthvað að sjá.

**********

The fact that the media is telling you that there is absolutely nothing to see there, that in and on itself implies that there is something to see.

Þetta má orða öðruvísi:

Þegar fjölmiðlar velja að fjalla ekki um eitthvað, eða leggjast allir á eitt að segja að það sé ekkert að frétta, þá er eitthvað mikið að frétta sem þarf að þagga niður í.

Þessi orð minna mig á önnur orð frá sagnfræðingnum og hlaðvarpsstjórnandanum Tom Woods, sem sagði fyrir mörgum árum:

Allir sem meginstraumsstefið hatar ætla ég að minnsta kosti að láta njóta vafans.

**********

Anyone the establishment hates, I´m at least going to give him the benefit of the doubt to.

Auðvitað þarf ekki að velkjast í vafa um að sumir eigi vissulega skilið andúð og andmæli og jafnvel fordæmingu, en þegar kemur að meðferð sögunnar á sumum einstaklingum þá er stundum við hæfi að efast um sanngirni þeirra sem skrifa sögubækurnar og þeirra sem borguðu fyrir þau skrif.

Hvað um það. Skilaboð mín eru einfaldlega þau að efast og gagnrýna. Það getur tekið tíma, en er verðlaunandi. Þeir sem gerðu slíkt á veirutímum geta verið stoltir af sér. Þeir sem efast í dag þegar okkur er sagt hvaða stríð við eigum að hafa afstöðu til (og eigum að fjármagna) og hvaða stríð eru bara skylmingar nágranna í fjarlægum heimshornum eiga að halda sínu striki. Og þegar ráðherrar eru að hefja kosningavetur er óhætt að vantreysta öllu til að byrja með og endurskoða svo þá afstöðu ef eitthvað breytist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svo má líta á starf "blaðamanna" þeir verða að finna á hverjum degi eitthvað til að skrifa um og í dag helst eitthvað sem hvetur fólk til að smella
Því er maður hissa á að enn sé verið að fjalla um að fólk drukkni á ferð um Ermasundið eða einhver deyji í Palestínu - við sem höfum lesið fréttir lengi sjáum mjög sjaldna eitthvað nýtt

Grímur Kjartansson, 15.9.2024 kl. 15:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Þetta er vandmeðfarið. Það er alveg hægt að fjalla um sama "hlutinn" dag eftir dag en engu að síður bæta við þá umfjöllun. Til dæmis er umfjöllun Military Summary um átökin í Úkraínu og Rússlandi eins og að fylgjast með spennusögu sem er því miður alltof raunveruleg og átakanleg, en hver kafli sagður svo lystavel að það er enginn vandi að fylgjast með.

Geir Ágústsson, 15.9.2024 kl. 18:37

3 identicon

Ertu að meina David Ruben undirverktaka hjá Kremlverjum í Tenet Media? Hefur hann einhvern tíman unnið á meginstraumsmiðli?

Grímur (IP-tala skráð) 15.9.2024 kl. 21:14

4 Smámynd: Loncexter

Eitt sinn fór maður að nafni Ron Wyatt að kanna staðinn sem örkin hann nóa fannst á, og tókst að safna uppl. og merkilegum sýnum sem staðfestu að um örkina væri að ræða. Hann lét það ekki duga, heldur hafði upp á Sódómu og staðnum sem ísraelsmenn fóru yfir rauða hafið.

Íslenskir fjölmiðlar hafa aldrei birt neitt af þessu, enda eru þeir forritaðir til þess að láta fólk halda að biblían sé bull.

Það er bara þannig með mannfólkið, að það heldur að allt sé ótrúverðugt ef Rúv hefur ekki minnst á málið.

Loncexter, 15.9.2024 kl. 21:19

5 identicon

Geir, ég kíkti á þessa Military Summary síðu sem þú bentir á en datt reyndar fyrst inn á vefbúð sem þau reka. Þar er m.a. hægt að kaupa drykkjarfonta og fatnað með áletruninni "In memory of the battle for New York" og mynd af frelsisstyttunni að veifa rússneska fánanum.

Veistu nokkuð hvaða orrustu þau eru að tala um? Þetta virðist vera eitthvað sem meginstraumsmiðlarnir hafa kosið að þegja yfir, alla vega hef ég ekkert heyrt af þessu.

Grímur (IP-tala skráð) 15.9.2024 kl. 21:31

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Það er fínt að horfa á undirverktaka annarra en Pentagon og Langley, finnst mér.

En nei, ég kannast ekki við þessa orrustu en er núna orðinn forvitinn.

Geir Ágústsson, 16.9.2024 kl. 06:31

7 identicon

Grímur, þetta er orustan um New York sem háð var 1981 þar sem Snake Plisskens var höfuðpaur rússnesku innrásarinnar. Gékk ekki alveg eftir og var þögguð niður af meginstreymsmiðlum.  Mikið til af myndefni á youtube um þennan hildarleik. En þó ekki útilokað að þetta hafi eitthvað að gera með yfirtöku apa á plántunn 1970 þegar Charlton Heston brást mannkyninu.  Eitt er víst að appelsínugulur órangúti hefur verið afar áberandi í heimsmálunum undanfarið.

Ef þú vilt slá um þig með gagnlausum fróðleik í næsta jólaboði þá er bara að varpa þeirri staðreynd fram að frelsisstyttan er ekki í New York heldur í New Jersey.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.9.2024 kl. 06:50

8 identicon

Geir, ég gúgglaði "In memory of the battle for New York, Russian Flag" og komst að því að í Donetsk er að finna bæ sem heitir Novgorodskoye sem er rússnesk/úkraínsk umritun á New York, Nýju Jórvík eða álíka.

Það lítur út fyrir að hafa verið stór áfangi þegar rússneski fáninn var reystur við hún á ráðhúsi bæjarins. En kannski snýst það meira um nafnið en hernaðarlegt mikilvægi.

Það er orrustan um New York sem verið er að vísa til.

Grímur (IP-tala skráð) 16.9.2024 kl. 07:49

9 identicon

Hérna er Wikipedia síðan um Nýju Jórvík í Úkraínu

https://en.wikipedia.org/wiki/New_York,_Ukraine

Grímur (IP-tala skráð) 16.9.2024 kl. 07:54

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Gæti verið að Rússar séu að leggja undir sig þessa sömu New York og Military Summary er að fjalla um í dag?

https://youtu.be/A5tCapg85N8?si=_SgNY_3WCLLGDq75&t=585

Geir Ágústsson, 18.9.2024 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband