Veit Trump meira um Þýskaland en Þjóðverjar?

Umræða um orkumál getur verið flókin. Mjög flókin. Hver er orkugjafinn? Fór hann í að framleiða hita eða rafmagn? Er hann stöðugur eða þarf hann varaafl? Er hann færanlegur eða staðbundinn? 

Ekki minnkar flækjustigið þegar kemur að Þýskalandi sérstaklega. Þar hafa menn lokað orkuverum og opnað aftur, lokað námum og opnað aftur, og Þjóðverjar virðast svo bara hafa fallist á þá lausn að minnka orkuframleiðslu sína með tilheyrandi afleiðingum fyrir almenning og hagkerfi. Þetta sést ágætlega á myndinni hér að neðan (héðan). Þeir hafa að auki þurft að flytja inn franska kjarnorku í auknum mæli.

fig2-gross-power-production-germany-1990-2023

Trump hæddist að tilraunum Þjóðverja til að reyna losa sig við jarðefnaeldsneyti. Þjóðverjar svara með því að benda á minnkandi hlutfall jarðefnaeldsneytis nýtt í innlenda raforkuframleiðslu. En það er bara ein hlið málsins. Heildarframleiðsla orku er á niðurleið. Bara hluti hennar fer í að framleiða rafmagn og bara hluti rafmagnsins fer í að framleiða hita, sem er svo frekar lítið hlutfall af hitaframleiðslunni. 

Hvor hefur því rétt fyrir sér um orkumál Þýskalands - Bandaríkjamaðurinn Trump eða þýskur ráðherra?

Mér sýnist það vera Trump. 


mbl.is Þýsk yfirvöld svara Trump fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sýnist Þjóðverjar hafa kosið yfir sig samansafn af flónum.

Þetta er ekki flókið: minni orka = minni iðnaður.
Minni iðnaður = minni peningur.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.9.2024 kl. 19:08

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þessi pistill er með ágætis boðskap sem er stundum hunzaður. "Betur sjá augu en auga" er gamall íslenzkur málsháttur og sígildur. Boðskapur hans er sá að aðrir geta komið með réttari ábendingar um mann sjálfan, einstaklingurinn veit ekki alltaf bezt um sig. Hinseginfólk segir það einatt að það þekki sig bezt,  en það er þó bara gömul speki að þannig er þetta ekki alltaf, en því er kennt að fara ekki eftir málshættinum gamla. Það er bara annars hluti af villandi menningu nútímans, ákveðin tegund af einstaklingshyggju sem felur í sér hunzun á öðru en egóinu.

Já þetta er rétt hjá þér Geir. Málið er að stjórnvöld í hverju landi eru jú pólitísk, og segja því ekki endilega rétt frá. Eins og þau vilja líta út, þannig eru fullyrðingarnar.

Ingólfur Sigurðsson, 11.9.2024 kl. 20:44

3 Smámynd: Hörður Þormar

Þjóðverjar settu traust sitt á Rússa og gasið frá þeim.

Hörður Þormar, 11.9.2024 kl. 21:57

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Þeir hafa í dag nægan aðgang að gasi, bæði úr rörum og skipum. Ef þú lítur á grafið þá sérðu að kolin og kjarnorka eru horfin úr innlendri framleiðslu. Það togar svo heildina niður.

Sjálfsmark, algjört.

Geir Ágústsson, 12.9.2024 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband