Stærstu málfrelsismótmæli sögunnar: Ekkert að frétta

Mögulega fóru stærstu mótmæli sögunnar gegn ritskoðun og fyrir málfrelsi fram í Brasilíu um helgina. Sumir sjónarvottar tala um hundruð þúsunda mótmælenda sem heimta málfrelsi og frelsi. En það er ekkert að frétta. Ekki á BBC, ekki hjá Mogganum, ekki hjá RÚV.

brÞeir miðlar sem þó telja sig ekki komast hjá því að fjalla um málið tala um að fjöldi mótmælenda sé nokkur þúsund eða nokkrir tugir þúsunda

Og síðan er því auðvitað bætt við að þetta séu bara einhverjir hægrimenn sem fylli göturnar og heimti málfrelsi.

Er þá fréttaflutningi vestrænna fjölmiðla lokið og um leið vel lýst í þessu máli og fleirum.

En hvernig stendur á þessari afskræmingu fjölmiðla á veruleikanum? Jú, því að forseti Brasilíu, Lula, er talinn þóknanlegur vestrænum hagsmunum, en andstæðingur hans, Bolsonaro, ekki. Auðvitað er ritskoðun Lula eldsneyti á bál Bolsonaro en við megum helst ekki vita af því. Við megum ekki vita af fjöldahreyfingu venjulegs fólks sem er að mótmæla harðræði og skerðingum yfirvalda sinna. Okkur gæti jú dottið í hug að gera eitthvað svipað!

Er blekkingarleikur fjölmiðlanna ekki að fullu afhjúpaður? Endanlega og algjörlega og enn einu sinni? Ég tel það, og það fyrir löngu, og veirutímar mér þar efst í huga. 

En hvað er þá til ráða þegar við viljum afla okkur upplýsinga um átök Rússa og Úkraínu? Átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna? Afdollaravæðingu heimsins? Orkumál? Geldingar á börnum á Vesturlöndum? Viðskiptatengsl Miðausturlanda? Bandarísku forsetakosningarnar? Orkumál? Veðrið!

Við þessu er ekkert eitt svar nema mögulega að efast og skoða vinnu smærri og sjálfstæðari miðla í auknum mæli, jafnvel þeirra sem reiða sig á samfélagsmiðla til að koma efni sínu áleiðis.

En að treysta sjónvarpsfréttatímanum er ekki góð hugmynd. Alls, alls ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir MSM fjölmiðlar sem og erlendir eru allir tengdir sama fréttanetinu sem kemur frá Reuters og AP. Ef þeir fjalla ekki um þessi mótmæli þá birta íslenskir fjölmiðlar ekki fréttir af því. 

Nýjasta í sambandi við " Free Speach ". 

"The attack on free speech just escalated. Arrest warrants have now been issued for Chris Pavlovski, CEO of Rumble, and Andrew Torba, CEO of GAB, on charges of Conspiracy to Defraud the US and more—just two weeks after Pavel Durov was arrested in France.

This crackdown on independent platforms is becoming all too familiar. Is this just another step in the drive for mass censorship? Free speech is clearly under siege. Who's next? ".

Trausti (IP-tala skráð) 10.9.2024 kl. 09:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Trausti,

Þetta er skelfilegt að sjá og lesa. Það er spurning hvort Morgunblaðið sé byrjað að skoða óþekktarormana á Moggablogginu. Ég hef ekki séð mörg ummerki þess, en kannski eru tímarnir að breytast. 

Geir Ágústsson, 10.9.2024 kl. 20:45

3 identicon

Flestir fréttamenn virðast bara skilja ensku.

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 11.9.2024 kl. 15:29

4 identicon

Ef ég man rétt, þá var aðaláhersla síðustu fundar WEF að koma í veg fyrir "misinformation", "disinformation", áróðurs, og hvað þetta alltsaman heitir.

Bragi (IP-tala skráð) 12.9.2024 kl. 12:47

5 identicon

WEF félagar telja sig hafa rétt á að túlka hlutina eftir eigin höfði, hvort sem þau trúa eigin yfirlýsingar eða ekki. Þeir vilja að almenningur (sauðirnir) fari í einu og öllu eftir reglum sem þeir setja. Umræða sem er á skjön eru óupplýsingar og sem þarf að koma í veg fyrir.

Málfrelsið er semsagt í mikilli hættu núna.

Bragi (IP-tala skráð) 12.9.2024 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband