Stćrstu málfrelsismótmćli sögunnar: Ekkert ađ frétta

Mögulega fóru stćrstu mótmćli sögunnar gegn ritskođun og fyrir málfrelsi fram í Brasilíu um helgina. Sumir sjónarvottar tala um hundruđ ţúsunda mótmćlenda sem heimta málfrelsi og frelsi. En ţađ er ekkert ađ frétta. Ekki á BBC, ekki hjá Mogganum, ekki hjá RÚV.

brŢeir miđlar sem ţó telja sig ekki komast hjá ţví ađ fjalla um máliđ tala um ađ fjöldi mótmćlenda sé nokkur ţúsund eđa nokkrir tugir ţúsunda

Og síđan er ţví auđvitađ bćtt viđ ađ ţetta séu bara einhverjir hćgrimenn sem fylli göturnar og heimti málfrelsi.

Er ţá fréttaflutningi vestrćnna fjölmiđla lokiđ og um leiđ vel lýst í ţessu máli og fleirum.

En hvernig stendur á ţessari afskrćmingu fjölmiđla á veruleikanum? Jú, ţví ađ forseti Brasilíu, Lula, er talinn ţóknanlegur vestrćnum hagsmunum, en andstćđingur hans, Bolsonaro, ekki. Auđvitađ er ritskođun Lula eldsneyti á bál Bolsonaro en viđ megum helst ekki vita af ţví. Viđ megum ekki vita af fjöldahreyfingu venjulegs fólks sem er ađ mótmćla harđrćđi og skerđingum yfirvalda sinna. Okkur gćti jú dottiđ í hug ađ gera eitthvađ svipađ!

Er blekkingarleikur fjölmiđlanna ekki ađ fullu afhjúpađur? Endanlega og algjörlega og enn einu sinni? Ég tel ţađ, og ţađ fyrir löngu, og veirutímar mér ţar efst í huga. 

En hvađ er ţá til ráđa ţegar viđ viljum afla okkur upplýsinga um átök Rússa og Úkraínu? Átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna? Afdollaravćđingu heimsins? Orkumál? Geldingar á börnum á Vesturlöndum? Viđskiptatengsl Miđausturlanda? Bandarísku forsetakosningarnar? Orkumál? Veđriđ!

Viđ ţessu er ekkert eitt svar nema mögulega ađ efast og skođa vinnu smćrri og sjálfstćđari miđla í auknum mćli, jafnvel ţeirra sem reiđa sig á samfélagsmiđla til ađ koma efni sínu áleiđis.

En ađ treysta sjónvarpsfréttatímanum er ekki góđ hugmynd. Alls, alls ekki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir MSM fjölmiđlar sem og erlendir eru allir tengdir sama fréttanetinu sem kemur frá Reuters og AP. Ef ţeir fjalla ekki um ţessi mótmćli ţá birta íslenskir fjölmiđlar ekki fréttir af ţví. 

Nýjasta í sambandi viđ " Free Speach ". 

"The attack on free speech just escalated. Arrest warrants have now been issued for Chris Pavlovski, CEO of Rumble, and Andrew Torba, CEO of GAB, on charges of Conspiracy to Defraud the US and more—just two weeks after Pavel Durov was arrested in France.

This crackdown on independent platforms is becoming all too familiar. Is this just another step in the drive for mass censorship? Free speech is clearly under siege. Who's next? ".

Trausti (IP-tala skráđ) 10.9.2024 kl. 09:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Trausti,

Ţetta er skelfilegt ađ sjá og lesa. Ţađ er spurning hvort Morgunblađiđ sé byrjađ ađ skođa óţekktarormana á Moggablogginu. Ég hef ekki séđ mörg ummerki ţess, en kannski eru tímarnir ađ breytast. 

Geir Ágústsson, 10.9.2024 kl. 20:45

3 identicon

Flestir fréttamenn virđast bara skilja ensku.

Hördur Thormar (IP-tala skráđ) 11.9.2024 kl. 15:29

4 identicon

Ef ég man rétt, ţá var ađaláhersla síđustu fundar WEF ađ koma í veg fyrir "misinformation", "disinformation", áróđurs, og hvađ ţetta alltsaman heitir.

Bragi (IP-tala skráđ) 12.9.2024 kl. 12:47

5 identicon

WEF félagar telja sig hafa rétt á ađ túlka hlutina eftir eigin höfđi, hvort sem ţau trúa eigin yfirlýsingar eđa ekki. Ţeir vilja ađ almenningur (sauđirnir) fari í einu og öllu eftir reglum sem ţeir setja. Umrćđa sem er á skjön eru óupplýsingar og sem ţarf ađ koma í veg fyrir.

Málfrelsiđ er semsagt í mikilli hćttu núna.

Bragi (IP-tala skráđ) 12.9.2024 kl. 12:58

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sjö og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband