Ekki rangt

Á það hefur verið bent að til að geta staðið í lappirnar í stjórnmálum sé líklega til bóta að hafa að baki sér einhverja lífsreynslu. Það er ekki rangt.

Að það þurfi líka endurnýjan - unglegan ferskleika - er heldur ekki rangt.

Að það sé hægt að orða hlutina óvarlega er svo auðvitað augljóst og jafnvel hægt að gera það aukaatriði að aðalatriði. Við erum jú tilfinningaverur.

Það má færa rök fyrir því að reynsluleysi hafi þjáð íslenska ráðherra. Lokun sendiráða á viðkvæmum tímum, ófyrirsjáanlegar lokanir á heilu atvinnugreinarnar, allskyns innistæðulausar viljayfirlýsingar, veik hné þegar embættismannakerfið hrópar og algjör uppgjöf í kjarasamningum eru nokkur dæmi. En aldur er kannski ekki þemað hérna. Reynsluleysi almennt, óháð aldri, mögulega frekar. Reynslu í að berjast og sigrast á áskorunum, taka áhættu, eiga við fólk. Ekki öll störf veita slíka reynslu. 

Einu sinni var ég staddur á fyrirlestri sem sýndi þróun ríkisútgjalda sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Kakan var að stækka en ríkið hélt áfram að stækka í takt - láta ríkisútgjöld einfaldlega belgjast út með auknum efnahagslegum umsvifum í hagkerfinu. Með einni undantekningu: Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar. Hann var á lokametrunum í stjórnmálum og þorði að taka umdeildar og oft óvinsælar ákvarðanir. Nafni minn Haarde tók við stólnum og blaðran fór að þenjast út á ný.

Ég hugsa oft um þessa frásögn þegar ég sé ráðherra á öllum aldri lofa miklu fyrir fé annarra til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Kannski hallar hér á yngri ráðherra umfram eldri en það ætla ég ekki að fullyrða. Kannski reynsla almennt - úr atvinnulífinu, úr markaðshagkerfinu - skipti hér meira máli og sé nokkuð sem þarf að auka áherslu á í vali á fólki í ábyrgðarstöður.

Og það má kannski ræða án þess að láta tilfinningarnar æða á ritvöllinn.


mbl.is Friðjón hjólar í Bolla í 17
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta var bara alveg hárrét sem Bolli átti við þó hann hefði kannski

mátt orða það öðruvísi. Reynsluleysi er algjört hjá ýmsum þessum

ráðherrum og því miður er það að kosta þjóðin tugi milljarða.

Þetta er bara sannleikur en hann má bara aldrei segja.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.9.2024 kl. 13:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ábendingin er réttmæt en mig grunar að ef Bolli hefði orðað hana betur að þá hefði enginn tekið eftir. Kannski er hægt að taka orð hans til sín en ekki orðalagið.

Geir Ágústsson, 7.9.2024 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband