Viljayfirlýsingar

Ég er mikill aðdáandi „viljayfirlýsinga“. Þær lýsa yfir vilja, eins og orðabókin útskýrir fyrir okkur:

formleg, opinber tilkynning um fyrirætlanir í tilteknu máli

Þannig rituðu ráðherrar undir viljayfirlýsingu árið 2021 um að draga úr losun koltvísýrings. Skattar á hvers kyns orku og eldsneyti hafa farið stighækkandi síðan. Koltvísýringurinn heldur sínu striki.

Árið 2022 var undirrituð viljayfirlýsing um svokallaða þjóðarhöll. Sennilega hafa einhverjar milljónir fokið út í vindinn síðan, en fyrsta skóflustungan er enn ekki komin í dagatalið. 

Árið 2018 gaf Landhelgisgæsla Íslands út viljayfirlýsingu um að starfsmenn hætti að klappa hverjum öðrum á rassinn án leyfis. Lítið hefur spurst til árangurs síðan, en vonandi er klappið hætt.

Í aðdraganda kosninga til Alþingis er hætt við verðbólgu í fjölda viljayfirlýsinga frá ráðherrum og jafnvel þingmönnum. Þeir vilja þetta og vilja hitt.

Eftir stendur samt að ríkissjóður er tómur. Hann rekur sig á yfirdrætti. Það er hægt að vilja ýmislegt en þegar buddan er tóm þá nær það ekki lengra.

En látum það ekki halda aftur af neinum. Það er gott að vilja allskonar gott. Viljayfirlýsingar lýsa því ágætlega. En þar er líka hægt að láta staðar numið. 


mbl.is Smám saman að nútímavæða alla aðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lagardalsvöllur með hybrid grasi verður áfram frjálsíþróttavöllur með hlaupabraut.  Hins vegar verður hann ekki nothæfur í kastíþróttir og því í raun hvorki nothæfur sem knattspyrnuvöllur né frjálsíþróttavöllur.

Valbjarnarvöllur getur með upplyftingu orðið boðlegur frjálsíþróttavöllur. Áhorfendastúkan þarf ekki að vera stór enda aðsókn áhorfenda ekki mikil. Það væri hægt að nýta áhorfendastúkuna við laugina í uppfyllingarefni enda þessi 2-3000 manna stúka aldrei komist í notkun. Ótrúleg glámskyggni að halda að áhorfendur myndu streyma að í þúsundatali til að horfa á sundkeppni.

Er þetta ekki frekar uppgjafaryfirlýsing frekar en vilayfirlýsing?

Bjarni (IP-tala skráð) 2.9.2024 kl. 19:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Þú þekkir þetta greinilega betur en flestir.

Kannski óviljayfirlýsing. Eða óvitayfirlýsing. 

Geir Ágústsson, 2.9.2024 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband