Ţegar betur er ađ gáđ

Međferđ evrópskra fjölmiđla á stjórnmálum í Bandaríkjunum er, og hefur lengi veriđ - eins og allir vita - alveg grímulaust einhliđa. Alltaf er ţađ góđa sálin frá Demókrötum ađ takast á viđ illfygliđ úr röđum Repúblikana. Ef marka mćtti evrópska miđla ţá ćttu Bandaríkin helst ekki ađ bjóđa upp á Repúblikana, eins hrćđilegir og ţeir eru í öllum málum. 

Til ađ tryggja ađ umfjöllunin sé ekki bara einhliđa heldur líka ósanngjörn er svo fariđ í ađ segja sögur - oft lygasögur - og endurtaka ţćr á öllum rásum í sem flestum fréttum svo neytendur frétti fái ţađ á tilfinninguna ađ veriđ sé ađ segja sannleikann.

Tökum lítiđ dćmi, úr frétt RÚV:

Mörg ríki {Bandaríkjanna] hafa hert lög um ţungunarrof í kjölfar ţess ađ hćstiréttur Bandaríkjanna felldi tímamótaúrskurđ í máli Roe gegn Wade úr gildi áriđ 2022. Hann hafđi tryggt stjórnarskrárvarinn rétt til ţungunarrofs frá 1973. Ţrír af fimm hćstaréttardómurum sem studdu ógildinguna voru skipađir af Trump.

Fyrsta setningin er svo sem í lagi. Ákveđinn dómsúrskurđur hafđi veriđ kveđinn upp sem fól í sér fyrirmćli til ríkja Bandaríkjanna í málefnum fóstureyđinga (sem kallast iđulega ţungunarrof í dag, kannski til ađ forđa okkur frá ţví ađ sjá fyrir okkur fósturvísi á leiđ í klósettskálina).

En svo tekur spuninn viđ.

Hann hafđi tryggt stjórnarskrárvarinn rétt til ţungunarrofs frá 1973.

Dómsúrskurđinn hafđi ekki tryggt neinn stjórnarskrárvarinn rétt. Dómurinn sjálfur var ígildi lagafyrirmćla sem var byggđur á vafasömum stjórnarskrárlegum forsendum. Ríki Bandaríkjanna eru ađilar ađ stjórnarskránni en stjórnarskráin fjallar ekki um fóstureyđingar og alríkiđ getur ţví ekki kveđiđ á um fyrirkomulag fóstureyđinga í ríkjunum. Meira ađ segja stuđningsmenn dómsúrskurđarins höfđu margir hverjir vitađ af ţessum vafasömu forsendum dómsúrskurđar Hćstaréttar Bandaríkjanna. Endurskođun á ţeim dómsúrskurđi leiddi einfaldlega til ţeirrar niđurstöđu dómaranna ađ hann stćđist ekki stjórnarskrá.

Menn geta svo deilt um ţađ hvort alríkiđ geti međ einhverjum öđrum hćtti skipt sér af málefnum fóstureyđinga í ríkjunum enda orđnir mjög liprir í ađ túlka stjórnarskránna, teygja hana og toga.

Áfram heldur spuninn:

Ţrír af fimm hćstaréttardómurum sem studdu ógildinguna voru skipađir af Trump.

Ţarna vantar ađ nefna ađ einn dómaranna sem var skipađur af George W. Bush studdi ekki viđsnúninginn, en látum ţađ eiga sig.

Hér er látiđ í ţađ skína ađ Trump hafi viljađ ţessa tilteknu niđurstöđu Hćstaréttarins og skipađ dómara sem hann vissi ađ myndu kjósa á ákveđinn hátt. Trump er kannski lúmskur stjórnmálamađur en ég held ađ svona leikflétta sé međ öllu ómöguleg. Afstađa Trump er einföld og fellur ađ skođun margra löglćrđra: Stjórnarskráin heimilar ekki alríkinu ađ ákveđa fyrirkomulag fóstureyđinga í einstaka ríkjum. Ţessu ráđa ríkin sjálf, rétt eins og Ísland rćđur sínum málum og Ţjóđverjar - međ sínar töluvert meiri takmarkanir - ráđa sínum. Mér finnst ólíklegt ađ Íslendingar vilji ađ Ţjóđverjar eđa Evrópusambandiđ ráđi fyrirkomulagi fóstureyđinga á Íslandi. 

Hvađ um ţađ. Ţađ er vissara ađ fara varlega ţegar fjölmiđlar hafa ákveđiđ fyrirfram ađ taka grímulaust mjög einhliđa afstöđu, kerfisbundiđ og ár eftir ár, óháđ ţví hvađ hver segir eđa gerir. Ţetta á sérstaklega viđ um evrópskar fréttir úr bandarískum stjórnmálum. Ţar fá allar fréttir evrópskra miđla á sig blć skođanapistla án stađreynda.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband