Þriðjudagur, 27. ágúst 2024
Ritskoðunin afhjúpuð en heldur samt áfram
Þá hefur stofnandi fjésbókarinnar loksins játað að hann ritskoðaði efni á veirutímum að ósk bandarískra yfirvalda, þaggaðir niður í fréttum sem hefðu mögulega geta haft áhrif á kosningaúrslit og lokaði á notendur ef þeir dirfðust að segja sannleikann. Hann bætir meira að segja við að hann sjái á eftir þessu öllu.
En holur er hljómurinn í slíkri iðrun. Í dag er fjésbókin ennþá að ritskoða, þagga niður í notendum, kæfa fréttir og ota að okkur einhverju allt öðru en algrímin frægu ættu að vita að við viljum sjá í raun.
Það er einfaldlega engin leið að nota samfélagsmiðla til að fá nálægt því einhverja rétta mynd af stöðu mála. Þeir eru áróðurstæki og gott að hafa það í huga. Ágætir fyrir spjall og skoðanaskipti, vonlausir til að greina rétt frá röngu.
Nú hafa menn auðvitað verið að benda á þetta og vara við í mörg ár, og sérstaklega á veirutímum. Er sonur Joe Biden gjörspilltur eiturlyfjaneytandi sem skipuleggur leynifundi með úkraínskum milljónamæringum og pabba sínum? Samsæriskenning! Rússafrétt! Eru sprauturnar að ráðast á hjartað og önnur líffæri fólks? Falsfrétt! Lygar! Listinn er auðvitað endalaus og lengist dag frá degi en fréttatímarnir taka hressilega undir og samfélagsmiðlarnir auðvitað líka.
Á hjólareiðaferðum mínum er ég nýbyrjaður að hlusta á bók, Is That True or Did You Hear It on the BBC?: Disinformation and the BBC. Hún byrjar mjög vel með nokkrum áþreifalegum en um leið sláandi dæmum um fréttaflutning sem hljómar trúverðugur en er ekki réttur - blanda af staðreyndum og einhverju sem gæti alveg hafa gerst en piprað með lygum sem eiga að hafa áhrif á neytanda fréttanna og fellur að markmiðum yfirvalda og voldugra aðila með aðgang að þeim.
Það er óhætt að spá því að sú bók muni renna hratt niður
Ritskoðunin er mögulega umfangsmikil en hún hefur hingað til ekki náð til bókaskrifa, og það er gott. Rithöfundar með umdeildar skoðanir, eða skoðanir sem venjulegt fólk sér ekkert að en yfirvöld láta fara mjög í taugarnar á sér, virðast geta fengið efni sitt birt og í sæmilega dreifingu (Audible-appið er jafnvel duglegt að stinga upp á bókum sem mér gæti þótt áhugaverðar í raun). Hlaðvörpin hafa heldur ekki þurft að mæta ritskoðun, a.m.k. ekki í bili. Það er því um að gera og verðlauna þá sem leggja á sig mikla vinnu til að brjótast í gegnum þagnarmúrinn með eitthvað sem er raunverulega verðmætt að vita og skilja.
Ólíkt jarminu í þessum hefðbundnu fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þar heldur ritskoðunin áfram, sama hvað forstjórar segja til að losna undan sviðsljósi rannsóknarnefnda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Athugasemdir
Það eru ekki nýjar fréttir að facebook og aðrir miðlar hafi filterað út mesta bullið í heimsfaraldrinum. Það eru ekki heldur nýjar fréttir að samfélagsmiðlarnir vilji fyrra sig ábyrgð á bullinu sem birtist á þeim og séu að reyna að koma sér undan kostnaðinum sem fylgir því að filtera það út.
Ég skil ekki afhverju þetta kemur þér svona mikið á óvart.
Grímur (IP-tala skráð) 28.8.2024 kl. 10:19
X áður Twitter gat fækkað starfsmönnum töluvert við að slaka á ritskoðuninni.
Bullið er hvergi meira en á samfélagsmiðlum - vegna ritskoðunar en ekki skorts á henni.
Ekkert af þessu kemur mér á óvart. Það er í tísku að vilja bara eina hlið máls.
Geir Ágústsson, 28.8.2024 kl. 10:58
Líklegast náði þessi ritskoðun ekki til Íslands. Alla vega gaf að líta marga nýstárlega hluti á samfélagsmiðlum þegar farsóttin stóð sem hæst. Það var ein jaðar-facebook grúppa sem ég kíkti stundum á og hét Kóvið eða eitthvað álíka. Þarna ægði öllu saman: greinum úr fræðiritum, nýaldarspeki, hagfræðipælingum, siðfræði, ofbeldisfantasíum, hlutfallareikningi o.fl. o.fl. en síðan voru sumir búnir að sjá í gegn um samsærið um að skipta út mannkyninu fyrir geimverur.
Þarna fengu sko allir að láta ljós sitt skína.
Grímur (IP-tala skráð) 28.8.2024 kl. 13:48
Það er eitt sem þið minnist ekki á og vegur kannski þyngst, það er sjálfsritskoðunin svonefnda. Fólk skrifar kannski eitthvað fyrir skúffuna og það getur verið miklu merkilegra en það sem kemur út í bókum.
99% af öllum bókum sem koma út á Íslandi eru kommúnískur þvættingur eða femínískur, eða einhverskonar fjölmenningarvæl. Það vantar bækur þar sem frjálsir menn þenkja og finna út eða gagnrýna. Þær koma ekki út. Tónlist, myndlist, ritlist, þetta er allt ríkislist. Last, ekki list.
Í útlöndum er það rétt að bækur koma út um allskonar efni. Oftast þó smærri útgáfur eða fólk gefur út sjálft.
Kosturinn er að netið geymir margan fjársjóðinn þótt í leynum margt sé. Það er hægt að gefa út á neti og fá ágæta dreifingu og lestur, eða hlustun, en ekki er það birt á Meginstreymsmæðunni, þar sem saman koma reglur um þöggun.
Jafnvel hér á þessu bloggi þegja margir sem áður voru skarpir og beittir. Það er sjálfsritskoðun. Ástandið fer versnandi. Sumir dauðir sem áður voru með þeim beztu og fremstu.
Óþreytandi er Elítan að banna, fjarlægja og hata, og siga út hundum sínum og tíkum með skammir og meiðyrði, sem fá að birtast, því slíkt hatur er leyfilegt hjá Elítunni. Allt dregur þetta kjarkinn úr þeim sem sjá sannleikann og vilja túlka hann. Ástandið fer versnandi, þöggunin eykst.
Við nálgumst 1984, eða svipaðar dystópíur. Nema Trump vinni. Það yrði jarðskrið til góðs. Frelsi, opnun á ný útum allt, sönn frelsun. Annars er lýðræðið dautt, og mannkynið.
Ingólfur Sigurðsson, 28.8.2024 kl. 15:18
Grímur,
Eins og Arnar Þór Jónsson bendir á þá var hin íslenska Fjölmiðlanefnd með línu á samfélagsmiðlana til að tryggja hæfilega ritskoðun.
Fréttir sem íslenskir fjölmiðlar kjósa að þegja um - arnarthorjonsson.blog.is
Það er að auki við hæfi að benda á að málfrelsið á ekki að verja til að verja vinsælar skoðanir heldur óvinsælar og jafnvel óþolandi skoðanir.
Geir Ágústsson, 28.8.2024 kl. 15:19
Ingólfur,
Þú ættir að kíkja á Audible-appið. Það kom mér á óvart. Þar er ekki verið að benda á einhverjar jaðarbókmenntir sem menn geta út sjálfir heldur stórar bækur með heimildaskrár á stærð við smærri bækur. Að baki þeim liggur greinilega mikil og góð vinna sem er hægt að kaupa fyrir smápeninga.
Myndi svo ekki endilega tengja framtíð lýðræðis og mannkyns við Trump. Bandaríkin hafa málað sig töluvert út í horn með því að vopnavæða dollarann og menn velta fyrir sér afleiðingunum. Menn ættu að líta sér nær, forðast inngrip ESB og kannski að hringja til Færeyja og spyrja hvernig þeim gengur.
Geir Ágústsson, 28.8.2024 kl. 15:52
Ætti ekki Zuckerberg að vera í fangelsi frekar en Durov?
Þröstur R., 28.8.2024 kl. 16:46
Varðandi Trump, ef hann kemur á friði í heiminum sem hann lofar, þá er hann friðarhöfðinginn og útvalinn af Guði eins og Guðmundur Örn skrifar um.
Færeyjar bjarga ekki heiminum, svona smáar.
Ekki vill Trump inngrip ESB, frekar Kamala Harris.
Þetta Trumphatur er orðið þreytt, og taldi að það næði ekki hingað inn.
Já, vopnavæddur dollarinn, en það er ekkert nýtt. Víetnamstríðið, þetta er löng saga.
Ég er einmitt að segja að miðað við árin sem Trump var forseti, þá er hann ekki til í stríðshyggjuna sem fylgir Demókrötum.
Þú býrð í Danmörku, ekki rétt. Danir eru of háðir Bandaríkjunum.
Það skiptir öllu máli hver er forseti Bandaríkjanna. Vill hann framlengja stríð eins og Biden og Kamala Harris eða stytta þau?
Ingólfur Sigurðsson, 28.8.2024 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.