Gjörsamlega veruleikafirrt fjármálastjórn Reykjavíkur

Leikskólar og skólar lokaðir og ekki til peningur til að laga þá.

Gatnakerfið sprungið og öllu framkvæmdafé sem þó rennur í það veitt í þrengingar og hindranir.

Fjármál borgarinnar farin að snúast um að taka ný lán til að borga af yfirdrættinum sem var notaður til að greiða af kreditkortinu.

Skattar í hæstu hæðum en ekki króna afgangs.

Og gleymum svo ekki orlofsgreiðslunum. Þær komu á óvart, meira að segja þeim sem leystu þær út.

Hvað velja borgarfulltrúar að gera þá? Ofan á allt þetta? Ofan í vaxandi gremju borgarbúa? Til viðbótar við hneykslin?

Jú, skella sér í skemmtiferð til Skandinavíu á kostnað skattgreiðenda!

Nei, bíddu nú við?

Reykja­vík­ur­borg greiðir fyr­ir starfs­fólk borg­ar­inn­ar og kjörna full­trúa en ekki fyr­ir Betri sam­göng­ur og þróun Keldna­lands.

Þvæla. Bæði þróun Keldnalands og Betri samgöngur eru samtök fjármögnuð af skattgreiðendum og þar með borgarbúum.

Skemmtiferð til Skandinavíu til að horfa á glærusýningar á daginn og auðvitað að skála í víni og bjór í skiptum fyrir dagpeningana á kvöldin. Nema bjórinn flæði á meðan glærurnar þjóta framhjá án þess að fá mikla athygli. 

Ég hef sjaldan sér ósvífnari misnotkun á opinberu fé. Þetta sýnir kannski að stjórnmálamenn geta verið algjörlega aftengdir raunveruleikanum. Þeir mergsjúga einfaldlega skattgreiðendur eins fast og hratt og þeir geta, á meðan þeir geta. Stimpla sig svo út með biðlaunum og orlofspeningum. Skítsama. 

Ef þetta er ekki tilefni til að hæðast vel og vandlega að opinberri stjórnsýslu með áherslu á þá reykvísku þá veit ég ekki hvað er það.

Hvar eru skopmyndirnar?


mbl.is Ferð til að auka „dýpri skilning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sammála hverju orði.

Víman af því að vera á OPM er svo sterk

að meira að segja þeir sem fara á ærlegt 

fylleríi ná ekki sömu nautn.

(OPM = others peoble money)

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.8.2024 kl. 18:15

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Bruðlið byrjaði fyrir löngu síðan. Fyrir rúmum áratug var verið að skoða undirbúning að borgarlínu. Þá þurfti að fara til þriggja landa, Danmörk, Holland og Kanada. Hef aldrei séð eina tilvísun hvernig það hjálpaði með hugmyndina að borgarlínu en örugglega hafa fulltrúarnir skálað vel.

Rúnar Már Bragason, 26.8.2024 kl. 19:12

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk hlýtur að vilja hafa þetta svona.

Annars sé ég ekki hvernig má eiginlega losna við þetta án algers hruns.  Það versta er að ég óttast að ríkið leggi þetta undir sig, svo allir á landinu þurfa að borga fyrir þetta.

Helst ættu reykvíkingar að gera það úr eigin vasa, eingöngu.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.8.2024 kl. 20:15

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Veistu, það er fátt meira svalandi en bjór borgaður af öðrum. Skrýtið en satt. Sem betur fer (eða því miður?) gerist það sjaldan. 

Rúnar,

Auðvitað kom ekkert út úr þessum ferðum. Úr því menn voru að væflast til Köben þá hefði verið nóg fyrir þá að kynna sér línu 5C sem Danir kalla "Rapid Bus Transfer" - tvöfaldir strætisvagnar sem deila akreinum með öðrum bílum en keyra ört, ertu stórir og fólk getur gengið inn og út um allar dyr. 
Linje 5C - Wikipedia, den frie encyklopædi

Ásgrímur,

Dreifbýlisstyrkirnir renna núna til höfuðborgarsvæðisins. Þar eru jú atkvæðin, meira að segja fyrir Framsóknarmenn.

Geir Ágústsson, 28.8.2024 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband