Þegar fjölmiðlar sannreyna

Margir fjölmiðlar, a.m.k. þeir stærri, halda úti svokölluðum staðreyndaathugunum (fact check). Með notkun þeirra tókst þeim að ritskoða viðvaranir gegn hættulegum sprautum og aðgerðum gegn veiru, ásaka lækna og prófessora um að ljúga eða afvegaleiða og fylkja okkur enn þann dag í dag að baki utanríkisstefnu herskárra bandarískra yfirvalda í sérhverju máli. 

Núna er verið að nota slíkar athuganir til að tryggja kjör Harris í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember.

Það er gert með því að mála allt sem Harris segir sem satt en í versta falli misvísandi, en allt sem Trump segir sem haugalygi, samsæriskenningar og uppspurna. 

Tökum nýlegt dæmi.

Hérna er BBC að fara yfir útvaldar setningar úr munni Harris í nýlegri ræðu. Þar ásakar hún meðal annars Trump um að vilja takmarka aðgengi að getnaðarvörnum. Hann hefur aldrei sagt neitt slíkt og þverneitað fyrir þessa ásökun og BBC viðurkennir það. Og hvað kalla þeir þá fullyrðingu Harris? Jú, misvísandi (misleading)! Ekki lygi heldur misvísandi fullyrðingu.

Af hverju? Af því eitthvað fólk í kringum Trump hefur stutt skýrslu einhverra samtaka sem BBC vísar í Trump segja að hann kannist ekkert við.

Af hverju mátti ekki bara segja að hér hafi Harris logið blákalt? Sem hún gerði? Jú, því það gæti skaðað framboð hennar. Allt sem hún segir er satt eða í versata falli misvísandi. Þetta er eflaust ákveðið áður en svokölluð athugun á sannleiksgildi útvalinna setninga er sett í gang.

Blaðamenn geta verið duglegir og tengt saman allskyns setningar og fólk með veikum böndum og búið þannig til þá ásýnd að einhver hafi sagt eitthvað sem hann sagði alls ekki. Til þess er leikurinn gerður. Til þess eru þessar svokölluðu staðreyndaathuganir. Þær gera sannleika úr lygum, samsæriskenningar úr staðreyndum og lygara að boðberum sannleikans.

Er til of mikils mælst að biðja um heiðarleika? Já.

Er þorandi að treysta fjölmiðlum til að segja fréttir frekar en boða áróður? Nei.

Eigum við að láta fjölmiðla ákveða hverjir eru góðir og hverjir eru vondir? Nei.

Þarf eitthvað að sannreyna það frekar? Nei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir að Harris hafi verið að lljúga blákalt þegar hún vitnaði orðrétt í það sem Trump sagði. Það er greinilega komin helgi hjá þér.

Trump,: "Well we're looking at that and I'm going to have a policy on that very shortly, and I think it's something that you'll find interesting and I, it's another issue that's very interesting, but you will find it I think very smart, I think it's a smart decision, but we'll be releasing it very soon."

Harris,: "If there were a second Trump term, he [Donald Trump] has admitted that he is, quote, 'looking at' restrictions on contraception, and pay close attention to how his friends in the United States Senate obstructed a bill to protect the right to contraception, not once, not twice, but three times."

Vagn (IP-tala skráð) 24.8.2024 kl. 17:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ertu að leiðrétta BBC? Það væri eitthvað. Þótt Harris segi "quote" þá þýðir það ekki endilega að það sé quote.

Til dæmis segir Trump "that" en í "tilvitnun" Kamölu segir hún "restrictions go contracception". Það er ekki bein tilvitnun.

Meira að segja Newsweek segir "needs context":
Fact Check: Did Trump Say He Would Look at Restricting Contraception? - Newsweek

Vanity Fair teygir lopann aðeins meira (eins og þú, Vagn), segir að það að eitthvað sé í skoðun sé þar með orðin bláköld pólitísk stefna:
Trump Claims He’ll “Never” Call for Restricting Birth Control, After Saying He’s “Looking at” Restricting Birth Control | Vanity Fair

Annars vona ég að daginn-eftir-pillur verði ekki í nammilandi Hagkaupa í einhverri framtíð. Það eru getnaðarvarnir af ýmsu tagi og sumar eins og smokkar hilluvara og verða alltaf á meðan lyf og hormón þurfa mögulega að fara í gegnum apótek. Að "skoða" eða "hugleiða" stefnu eða stefnubreytingu undir hinu risastóra regnhlífaheiti "getnaðarvarnir" er væntanlega alltaf á borði allra stjórnvalda, alltaf.

Eftir stendur að Harris segir alltaf satt og rétt frá, að mati fjölmiðla, eins og frægt er.

Geir Ágústsson, 24.8.2024 kl. 18:02

3 identicon

Í tilvitnun Harris segir hún ekki "restrictions go contracception", það kemur úr spurningunni en ekki svari Dónalds. Hún segir "looking at" sem er orðrétt bein tilvitnun í það svar sem Dónald gaf þegar hann var spurður.

Spyrill: Do you support any restrictions on a person's right to contraception?

Svar: Well we're looking at that and I'm going to have a policy on that
very shortly, and I think it's....

Og það sem Harris sagði: If there were a second Trump term, he has admitted that he is, quote, "looking at" restrictions on contraception, and pay close attention to....

Engu logið. Allt satt og rét, eins og venjulega. Fólk síðan túlkar á sinn hátt það sem sagt var.

Vagn (IP-tala skráð) 24.8.2024 kl. 19:24

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú þarft hið fyrsta að senda skeyti á BBC og láta þá leiðrétta nokkuð. Þeir taka fyrir eftirfarandi:

CLAIM: “As a part of his [Trump’s] agenda, he and his allies would limit access to birth control.”

Niðurstaða: Misleading.

Ég endurtek, að vísu óþarfi, en geri samt, notkunina á orðinu "would".

Eru þeir á BBC laumu-Trumpistar, kannski?

Geir Ágústsson, 24.8.2024 kl. 21:04

5 identicon

Svona eins og þú ætlar, fyrir lokun pöbba, að senda Kamölu Harris afsökunarbeiðni fyrir að hafa sagt hana ljúga blákalt þegar augljóst var að allt var satt og rétt sem hún sagði? Þú getur jafnvel afsakað þig, án þess að ljúga nokkru, með því að þú leitir oftast í umorðanir, endursagnir og túlkanir og þá helst pólitískra samherja frekar en frumtexta og gögn.

Vagn (IP-tala skráð) 24.8.2024 kl. 23:33

6 Smámynd: Geir Ágústsson

"And understand he is not done. As a part of his agenda, he and his allies would limit access to birth control, ban medication abortion and enact a nation-wide abortion ban with or without Congress."
Read Kamala Harris' full speech from the Democratic National Convention - ABC News (go.com)

Lygi.

Geir Ágústsson, 25.8.2024 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband