Þegar orð missa merkingu sína algjörlega

Þetta með samgöngur á höfuðborgarsvæðinu virðist ekki vera einfalt mál. Ekki einfalt því einfaldar lausnir fá ekki að komast að. Stífluð gatnamót? Gerið þau mislæg. Töf á ljósum? Samstillið þau. Erfitt að beygja út af vegi? Setjið frárein. Vandamál fyrir gangandi og hjólandi? Byggið brú eða göng. Enginn í strætó? Minnkið vagna og fjölgið þeim fyrir sama verð og að láta risastórar rútur keyra tómar á lágri tíðni. Fáir að hjóla? Byggið ódýra, upplýsta og upphitaða hjólastíga sem eru ekki ofan í umferðinni.

Nei, þess í stað er alltaf talað um dýrustu mögulegu lausnir sem enginn skilur, enginn mun nýta sér og enginn hefur efni á.

Að ríkisvaldið tali núna um að eitthvað sé fullfjármagnað er svo brandari út af fyrir sig. Ríkisvaldið hefur ekki efni á eigin verkefnum, hvað þá verkefnum annarra. Það er bara fullfjármagnað í þeim skilningi að það er ennþá heimild á kreditkortinu, í bili. 

En slíkt er eðli ríkisstjórnarsamstarfsins. Allir ráðherrar hennar mega ferðast um og lofa allskonar fyrir alla til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Þegar kreditkortinu er svo hafnað - af bankanum eða þinginu eða hverju sem er - þá er það öðrum að kenna.

Núna má bæta orðinu „fullfjármagnað“ á listann yfir orð sem hafa skipt algjörlega um skilgreiningu sem á ekkert skylt við fyrri skilgreiningu. Þar eru nú þegar orð eins og „bóluefni“, „lýðheilsa“, „friður“, „jafnrétti og „umhverfisvernd“, svo eitthvað sé nefnt.

Kannski gerir það ekkert til að ráðherrar skrifi undir innistæðulausar ávísanir. Við erum kannski orðin vön því. Af því hlýst ekki meiri skaði en af innistæðulausum ávísunum annarra innan hins opinbera (en heldur ekki minni).

En látum ekki orðaleikina plata okkur. Sá sem þarf að fjármagna daglega neyslu með lántökum hefur ekki „fullfjármagnað“ neitt þótt hann hafi slegið á nýtt lán fyrir framkvæmdum, og þurfa svo að slá á lán til að greiða afborganirnar.


mbl.is Sáttmálinn fullfjármagnaður næstu fimm árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sammála.

Sigurjón Þórðarson, 21.8.2024 kl. 20:36

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Heilbrigt kerfi myndi leggja vegi.

Okkar kerfi "gerir sáttmála."

Þetta er allt fjas til þess að klóra yfir að þetta lið veit ekkert hvað það er að gera.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.8.2024 kl. 20:37

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Síðustu áratugina hefur fjármagn  sem ætlað er í vegaframkvæmdir í Reykjvík
farið í að loka götum, þrengja akgreinar og setja upp hraðahindranir
stundum finnst manni líka viljandi verið að samstilla umferðaljósin svo að maður lendi sem oftast á rauðu

Eina sem er trúverðugt við þennan stóra SÁTTMÁLA er að skattgreiðendur muni þurfa að greiða 300 miljarða

Grímur Kjartansson, 21.8.2024 kl. 21:30

4 identicon

Það er illa upplýst fólk sem sífelt tönglast á umferðarteppu á höfuðborgarsvæðinu.  Ég hef síðustu 25 árin búið í Hvammahverfinu í Hafnarfirði og sótt vinnu við Laugavegi.  Þegar ég fer til vinnu á háannatíma tekur ferðin ca. 30 mínútur, allt að 50 ef það er ófærð.  Ef ég fer af stað 5:30 eru þetta um 18 mínútur.  Oft er ég einn á veginum svo það ekki umferðin sem tefur, það eru ljósin sem tefja af því þau eru ekki stillt til að minnka ferðatíma, heldur þvert á móti, til að hægja á umferð.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.8.2024 kl. 01:06

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Auðvitað er engin umferðarteppa þegar allir eru sofandi. En að það sé stóra masterplanið í Ráðhúsinu er ekki í lagi.

Geir Ágústsson, 22.8.2024 kl. 08:47

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Til að skilja það sem  þú segir í fyrstu málsgrein þarf þá vitsmuni sem áður fyrr voru kenndir við brjóst, það er brjóstvit.  Ī dag líklegast kallað heilbrigð skynsemi.

Eitthvað sem Rétttrúnaðurinn hefur gert að skóggangssök í opinberi umræðu.

Hvað eru kynin aftur mörg?

Kveðja úr borginni.

Ómar Geirsson, 22.8.2024 kl. 09:18

7 identicon

Sumir aka á Miklubrautinni eins og þeir séu aleinir á götunni, jafnvel á mesta umferðartímanum. Þeir drattrast af stað löngu eftir að græna ljósið er komið, aka svo á 40 km hraða og sleppa síðastir yfir á næsta græna ljósi.  

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 22.8.2024 kl. 12:04

8 identicon

Kosningar framundan.

Á næstu vikum munum við fá að sjá uppfærslur á áðurútgefnum loforðalistum svipuðum þessum, göt í gegn um öll fjöll, malbik yfir allar holur og sparibaukurinn við Arnarhól hefur aldrei verið jafn fullur, o.s.fr, o.s.fr...

Jeje !

Ólafur Ólafsson (IP-tala skráð) 22.8.2024 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband