Einblíndu á eitt prósent, gleymdu þrjátíu prósentum

Ný lágvöruverðsverslun var opnuð á Íslandi og er að slá í gegn og hafa áhrif á samkeppnina á matvörumarkaði. Gott mál.

Það er enginn svimandi gróði í því að reka matvöruverslun. Hagnaðarhlutfallið er lágt miðað við marga aðra starfsemi. En það er ástæða fyrir því. Neytendur þurfa að kaupa matvöru á hverjum degi, eða fyrir hvern dag, og eltast við tilboð og lægsta verðið og það hefur áhrif. Neytendur eru virkir frá degi til dags.

En kannski gleymist stundum heildarmyndin. 

Hvað er að baki verðmiðanum á vörunni?

Álagningin, vissulega - það rekur enginn fyrirtæki á tapi til lengri tíma.

Innkaupsverðið skiptir máli.

Svo eru lagðir á miklir skattar á ýmsa matvöru. 

En síðan eru það tollarnir. Þeir hækka ýmsa matvöru um tugi prósenta í verði

Neytendur eru að leita að prósenti hér og prósenti þar þegar þeir eltast við bestu kjörin og kenna svo skorti á samkeppni um hátt vöruverð en gleyma tugum prósenta sem ríkisvaldið býr til af verði yfir því sem það gæti annars verið

Ég veit ekki alveg hvernig á að breyta þessu hugarfari til að fleiri sjái raunverulega uppsprettu vöruverðsins: Hið opinbera sem framleiðir skatta, tolla og verðbólgu frekar en kaupmanninn sem fær frekar lítið hlutfallslega út úr rekstri sínum.

Kannski er engin leið að breyta því hugarfari, og gott og vel, neytendur sem um leið eru skattgreiðendur þurfa bara að borga fyrir hagfræðilega blindu sína.

En það má vona.


mbl.is Áhrif Príss: Bónus og Krónan lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé ekki að nokkurra króna mismunur á verði einstakra vörutegunda milli verslana komi til með að valda því að neytendur endasendist bæjarhornanna á milli í leit að lægsta verði. Fólk fer í þá verslun sem hefur lægsta verðið í þeirra nærumhverfi, til ekki bara að spara bensín heldur líka til að spara tíma.

Engin fer að fara úr Grafarvoginum í Smáran til kaupa Myllubrauð á 100 kr. lægra verði en hægt er að fá það í næstu Bónusverslun sem er í göngufæri.  

Prís verður ekki samkeppnishæft nemað það nái sömu útbreiðslu og Bónus og Krónan.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.8.2024 kl. 00:21

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Það er rétt, en nú sækja auðvitað mjög margir nú þegar Smárann og Smáralind heim og hvort það er ekki Hagkaup og Bónus þarna svo einhver staðbundin áhrif verða til.

Svo gæti það gerst að einhverjir ákveða að fara í Smáralind frekar en Kringluna í fataleiðangur og álíka til að einmitt geta svo endaði ferðina í Prís frekar en Bónus.

En sjáum hvað setur. Bónus og Krónan hafa örugglega efni á að svelta Prís út af markaðinum ef neytendur hoppa alltaf á dagsverðin á einstaka hlutum. En Atlantsolíu tókst að troða sér inn á sínum tíma þrátt fyrir sterka keppinauta, svo ekkert að gefið.

Geir Ágústsson, 21.8.2024 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband