Mánudagur, 19. ágúst 2024
Lækkum yfirdrátt Katrínar Jakobsdóttur
Framboðsteymi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, óskar eftir styrkjum til að klára að fjármagna kostnaðinn við framboð Katrínar. Framboð sem fjaraði út í sandinn fyrir rúmlega tveimur mánuðum síðan.
Er Katrín komin í samkeppni við neyðarstarf? Já, vissulega.
En hún þarf ekki að örvænta. Væntanlega bíða hennar milljónir í biðlaunum og hvað það nú er sem stjórnmálastéttin skammtar sér.
Ég legg nú samt til að allir sem eigi krónu aflögu millifæri hana á Katrínu Jakobsdóttur. Ég meina þetta bókstaflega: Leggi á hana eina krónu. Það væri táknrænt fyrir forsætisráðherratíð hennar. Ein króna, það er það sem er eftir þegar skattar hennar og verðbólga er búin að hirða sitt.
Eigum við að sameinast um það? Ef allir taka þátt, og ungabörn meðtalin, þá gæti yfirdráttur Katrínar við einkarekna lánastofnun lækkað um 400 þúsund krónur, tæplega.
Hún gæti mögulega skilið skilaboðið, ólíkt þeim skilaboðum sem skoðanakannanir senda henni og hennar líkum.
Katrín óskar eftir styrkjum til að loka gatinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hún er sljó og skilur ekkert.
Best væri ef hún fengi að borga allar þessar skuldir sjálf á meðan við, fólkið, hlæjum opinberlega að henni.
Gott getur verið að benda líka.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.8.2024 kl. 21:01
Ef allir íbúad heimsins gæfu mér krónu þá ætti ég 8.000.000.000 króna.
Ekki farið fram á mikið.
Bjarni (IP-tala skráð) 20.8.2024 kl. 00:18
En hún þarf ekki að örvænta.
Væntanlega bíða hennar milljónir í biðlaunum
og hvað það nú er sem stjórnmálastéttin skammtar sér.
Dominus Sanctus., 20.8.2024 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.