Sunnudagur, 18. ágúst 2024
Regnbogafáninn snýr aftur
Á ţessum árstíma fara gleđigöngurnar fram í borgum og bćjum. Ţar fögnum viđ fjölbreytileikanum - ţví ađ viđ erum öll mismunandi, hneigjumst ađ mismunandi kynjum, veljum okkur mismunandi bólfélaga og lífsförunauta, klćđumst mismunandi og svona mćtti lengi telja, en erum svo í raun bara fólk. Mismunandi fólk.
Lengi vel var regnbogafáninn tákn ţessa fjölbreytileika. Hann er auđvelt ađ skilja. Litir regnbogans eru hvítt ljós sólar brotiđ upp í alla frumlitina. Regnbogafáninn táknar ţannig mannkyniđ í öllum sínum fjölbreytileika.
En skyndilega var ţetta ekki nóg. Allt í einu fóru einstaka litir fánans ađ tákna einhvern ákveđinn hóp kynhneigđar eđa smekks á klćđaburđi og ţá runnu litirnir hratt út enda er fjölbreytileikinn nánast óendanlegur - í raun nćr hann alveg niđur í hvern og einn einstakling (viđ erum öll einstök, ekki satt?). Ţá ţurfti ađ flćkja málin og búa til nýja fána međ ţríhyrningum og einhverjum táknum krotuđum á hann. Úr varđ eitthvađ afskrćmi sem enginn skilur. Ekki nóg međ ţađ - ţeir sem flögguđu einhverju öđru en nýjustu útgáfunni af fánanum fengu skammir í hattinn. Myndin viđ ţessa fćrslu er vitnisburđur um ţađ (tekin í fyrra).
En núna er eins og regnbogafáninn sé tekinn viđ aftur sem megintáknmynd fyrir fjölbreytileika mannsins. Er ţađ ímyndun í mér? Furđulegi fáninn međ ţríhyrningunum er undantekningin frekar en reglan ţar sem ég hef séđ til. Gafst einhver upp á ţví ađ útskýra ekki-regnbogafánanna? Völdum viđ ađ snúa aftur til regnbogans ţví hann segir í raun allt sem segja ţarf, og gerir ţađ međ einföldum hćtti?
Ef svo er ţá fagna ég ţví. Regnboginn rúmar alla, líka miđaldra gagnkynhneigđa hvíta karlmenn eins og mig. Hann inniheldur allt litrófiđ, líka liti sem sjást varla međ berum augum. Hann hefđi aldrei átt ađ víkja fyrir fánum sem eiga ađ ţýđa eitthvađ en ţýđa í raun ekkert.
Velkominn aftur, regnbogafáni!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ţví miđur er ţađ ekki svo ađ regnbogafáninn sé tekin viđ. Víđa í grunnskólum er trans-fánanum flaggađ. Viđ kirkjur er trans-fáninn málađur til ađ fagna andlega veiku fólki sem berst viđ ađ finna sjálfsmynd sína.
Í trans-vikunni var ţessum ljóta áróđursfána víđa flaggađ viđ búđir.
Einn nemandi sagđi viđ mig; Veistu ég ćtla aldrei ađ lita regnbogalitina ţađ er búiđ ađ eyđileggja regnbogann. Bragđ er ađ ţá barniđ finnur.
Lćt fylgja mér krćkju ađ áhugaverđum ţćtti, Transgenderism, Transhumanism, and Porn | Jennifer Bilek, Michelle Uriarau & Suzanne Vierling - YouTube
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráđ) 18.8.2024 kl. 10:39
Heimdallur er vörđur guđanna og Valhallar. Regnboginn er tákn um ormagöngin, en međfram er regnboginn einnig tákn um hindranir á ađgangi helstefnujarđa og helstefnumannkynja ađ Valhöll. Ţess vegna er ţessi helstefnujörđ okkar og helstefnumannkyn án sambands viđ geiminn og ćđri mannkyn, eins konar sóttkví.
Hvađ segir Fermi ţversögnin?
Hin rétta merking regnbogans er margţćtt. Regnbogann verđur aldrei hćgt ađ eyđileggja eđa merkingu hans. Mađur á ađ hafa Heimdall hinn heilaga í huga.
Ingólfur Sigurđsson, 18.8.2024 kl. 16:53
Ţađ má kalla syndsamlegt líferni; ,,fjölbreytileika" og ýmislegt annađ, en á dómsdegi verđur lítiđ tekiđ mark á útúrsnúningum og skilgreiningum.
Í stađ ţess ađ leiđa fólk í sannleikann, er honum vandlega pakkađ samann af fjölmiđlum, og stungiđ undir stól.
Loncexter, 18.8.2024 kl. 19:06
Og Guđ sagđi: Ţetta er merki sáttmálans, sem ég gjöri milli mín og yđar og allra lifandi skepna, sem hjá yđur eru, um allar ókomnar aldir:
Boga minn set ég í skýin, ađ hann sé merki sáttmálans milli mín og jarđarinnar.
Og ţegar ég dreg ský saman yfir jörđinni og boginn sést í skýjunum, ţá mun ég minnast sáttmála míns, sem er milli mín og yđar og allra lifandi sálna í öllu holdi, og aldrei framar skal vatniđ verđa ađ flóđi til ađ tortíma öllu holdi. (1. Mós. 9:12-15).
Guđmundur Örn Ragnarsson, 19.8.2024 kl. 07:57
Regnboginn hefur vissulega tekiđ á sig ýmsar myndir í gegnum mannkyns- og trúarsöguna en í botninn er hann bara hvítt ljós ađ brotna upp í frumliti sína ţegar ţađ rekst á regndropa og er ţannig í raun bara einn ósýnilegur geisli ađ sýna fjölbreytni sína í raun.
Og sem slíkur finnst mér hann vera frábćrt tákn um fjölbreytileika.
Án ţess ađ ţađ sé eitthvađ tekiđ af regnboganum í öđrum túlkunum.
Og án ţess ađ ţvinga nokkurn til ađ hafa skođanir á einstaka hlutum fjölbreytileikans, hvort sem menn tala um sköllótta eđa ţá međ hár, mismunandi húđliti, gott fólk og slćmt, gagnkynhneigt eđa samkynhneigt, rauđhćrđa og dökkhćrđa.
Bara tákn sem minnir á fjölbreytileikann.
Geir Ágústsson, 19.8.2024 kl. 15:19
Geir, ţú ert ágćtlega réttlátur mađur, en samt merkir ekki regnbogafáninn ţađ sama fyrir alla, ekki fjölbreytileika.
Ef ţú hefđir spurt fólk fyrir 40 árum hefđi enginn talađ um fjölbreytileika, enginn. Ţađ er nútímatúlkun.
En samt, falleg og réttlát túlkun á gömlu tákni sem merkir miklu fleira. Ég get veriđ sáttur viđ ţađ.
Ingólfur Sigurđsson, 20.8.2024 kl. 13:31
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.