Föstudagur, 16. ágúst 2024
Fjölmiðlar, óþarfi?
Það var ánægjulegt að horfa og hlusta á nýlegan þátt Dagmála Morgunblaðsins undir fyrirsögninni Fjörbrot fjölmiðla. Þar ræddu þrír blaðamenn sem ég ber ákveðna virðingu fyrir, jafnvel mikla, um breytt landslag fjölmiðla og fjölmiðlunar og um greinilega naflaskoðun var að ræða, sem er sérhverri starfsgrein bráðholl.
Í grófum dráttum voru tvö sjónarmið til umræðu:
- Upplýsingar eru á hverju strái, nánast ókeypis, og óþarfi að bíða eftir fjölmiðlum til að bera þær á borð
- Upplýsingar þarf að setja í samhengi, og kalla á upplýsingar sem renna ekki út af sjálfsdáðum, og til þess þarf fjölmiðla
Ég er sammála báðum sjónarmiðum.
En ef það er eitthvað sem plagar fjölmiðla umfram allt þá er það eltingaleikur þeirra við það sem þeir telja vera vinsæl sjónarmið. Þeir brugðust allir á veirutímum þegar yfirvöld léku á þá eins og hljóðfæri - mögulega banabiti fjölmiðla um alla framtíð. Þeir taka allir sömu einhliða línuna í öllum utanríkismálum Bandaríkjanna sem Evrópa er látin taka þátt í. Þeir taka yfirleitt stöðu gegn almenningi þegar hann er búinn að fá upp í kok af eyðileggingu velferðarkerfisins og annarra stofnana sem venjulegt fólk reiðir sig á, gegn svimandi skattheimtu.
Fjölmiðlar segjast veita samhengi, krefjast svara og draga saman sjónarmið. Það gera þeir samt ekki. Bara alls ekki. Það er hvergi nærri því línan í þeirra vinnubrögðum.
Ef hefðbundnir fjölmiðlar eru að deyja þá er það af því þeir eru að fremja sjálfsmorð en ekki af því upplýsingar - skoðanir allra á samfélagsmiðlum - eru á hverju strái.
Mér finnst fjölmiðlar vera bráðnauðsynlegir, en bara ef þeir gera það sem þeir segjast vera að gera, ekki ef þeir eru bara gjallarhorn stjórnvalda.
Séu þeir að fremja sjálfsmorð þá þeir um það. Við hin finnum út úr lífi án þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mjög góð skilgreining hjá þér.
Dominus Sanctus., 16.8.2024 kl. 19:50
Það er ekkert mikilvægara en að
RÚV-NETMIÐILL komi sér upp sínu eigin
BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI með nákvæmlega sama hætti og Mogginn er með.
Málið snýst um að vettvangurinn þarf að vera algerlega HLUTLAUS og starfa í almannaþágu en ekki sérhagsmuna.
https://contact.blog.is/blog/vonin/category/1/
Dominus Sanctus., 16.8.2024 kl. 19:52
Það er ekkert mikilvægara
en að RÚV-NETMIÐILL komi sér upp sínu eigin
BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI
með nákvæmlega sama hætti
og Mogginn er með.
Málið snýst um að vettvangurinn
þarf að vera algerlega HLUTLAUS
og starfa í almannaþágu
en ekki sérhagsmuna.
Dominus Sanctus., 16.8.2024 kl. 19:54
Dominus,
Ég hef mjög góða reynslu af blog.is og þeirra nálgun á málfrelsi. Að vísu hafa umsjónarmenn lokað á aðganga, en langt síðan ég heyrði af slíku.
En fortíðin er ekki alltaf vísbending um framtíðina. Svolítil starfsmannaskipti hjá Morgunblaðinu og þessu svæði gæti verið lokað. Þá færi ég mig bara. Veirutímar opnuðu á óteljandi ný svæði fyrir flóttamenn ritskoðunar.
Myndi ekki treysta RÚV fyrir svo mikið sem einni setningu.
Geir Ágústsson, 16.8.2024 kl. 19:58
Takk fyrir þennan pistil Geir. Þetta er rétt sem þú bendir á, að stóru fjölmiðlarnir hafa verið sjálfum sér verstir og skotið sig í báða fætur með því að kjósa að veita stjórnvöldum ekkert aðhald en þess í stað valið þann kost að gelta á almenning. Slíkt er kannski skiljanlegt þegar haft er í huga að þeir hafa valið að niðurlægja sig með því að éta úr lófa ríkisins, þ.e. með því að þiggja ríkisstyrki. Trúverðugleiki þeirra fer þverrandi með hverri vikunni sem líður og landslagið er að breytast, sjálfstæðum fjölmiðlum í hag. Dæmi: Á bloggi þínu er oft að finna tilvísun á upplýsingar sem stóru miðlarnir kjósa að geyma í skugganum. Auk þess greinir þú mál með sjálfstæðum hætti, með eigin dómgreind að vopni. Slíkt er fáheyrt á stóru miðlunum. Áfram þú.
Arnar Þór Jónsson, 16.8.2024 kl. 20:23
Það sem endalnega mun ganga frá venjulegu "mainstream" miðlunum er að áhorfendahópurinn deyr úr elli, og það sjá auglýsendur, og fara bara.
Þetta er að koma fyrir CNN, SNBC og fleiri.
Yngra fólk kann á netið.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.8.2024 kl. 23:41
Það vill svo til að ég er að hlusta á ævisögu (dagbókarfærslur) Katharine Graham sem frægust er fyrir að hafa fengið Wasington Post í fangið þegar maðurinn hennar dó og hafa stýrt því fjölmiðlaveldi (líka Newsweek og sjóvarpsstöðvum) frá 1963 to 1991.
Það að fólk almennt vilji ekki borga fyrir upplýsingar er skiljanlegt og þá verður að treysta á auglýsingar en þá þarf að taka tillit til hagsmuna auglýsenda sem hafa svo aftur margvíslega hagsmuni.
Athyglisvert er að eftir að hún varð yfirmaður WP þá gat hún ekki látið í ljós skoðun án þess að allir undirmenn hennar túlkuðu það sem stefnu blaðsins þó svo að hún væri kona í karlaveldi sem ætlaðist til að hún seldi öðrum blaðið.
Fréttamiðlar segjast flestir hafa einhverja stefnu en almenningur treystir alveg eins því sem stendur á Fésbókarsíðu Jóns Jónssonar einsog það sem birtist á RUV
Grímur Kjartansson, 17.8.2024 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.