Vantar upp á gervigreind hjá hinu opinbera?

Enginn vafi er á því að gervigreindarlausnir geta nýst vel á vettvangi Stjórnarráðsins sjálfs og flýtt fyrir og bætt vinnslu ýmissa mála, t.d. við greiningar og skýrslugerð, eða svo er okkur sagt af ráðherra.

Mér dettur hins vegar strax í hug að ákveðin tegund gervigreindar sé nú þegar og hafi lengið verið útbreidd innan hins opinbera, og engin ástæða til að skipta um hana.

Því hvað er gervigreind eins og sú sem við þekkjum í dag? Þessi utan hins opinbera. Jú, tölvur að tyggja á miklu gagnamagni og giska, með notkun einhverra algríma, á nýja samsetningu á litlum púslum sem gefa okkur sannfærandi svar. Gervigreindin getur síað út mikið textamagn til að komast að kjarna málsins. Hún getur togað saman ýmsa mola úr stóru gagnasafni. Hún getur rökstutt ágæti málfrelsis með fyrirvara, og ágæti ritskoðunar án fyrirvara, nákvæmlega eins og hún var hönnuð til að gera.

Ég velti því fyrir mér hvort það sé einhver þörf á frekari gervigreind innan hins opinbera.

Hið opinbera hefur þrenns konar hlutverki að gegna:

  1. Að koma fyrir fólki sem þyrfti annars að finna sér alvöruvinnu
  2. Að knýja á innleiðingu á ákveðinni hugmyndafræði
  3. Að auka flækjustigið í lífi skattgreiðandans

Hvaða gagn er í gervigreind til að ná þessum markmiðum? Gervigreindin gæti minnkað mannaflaþörfina innan hins opinbera og það dugar ekki. Hún gæti fundið skilvirkar lausnir og það dugir ekki. Hún gæti greitt fyrir opinberri þjónustu og það dugir ekki. Henni gæti misheppnast að starfa samkvæmt ákveðinni hugmyndafræði og haldið sig við verkferla og gegnsæi, og það dugir alls ekki.

Nei, þessar hugmyndir um innleiðingu á gervigreind á vettvangi Stjórnarráðsins eru fjarstæðukennd þvæla. Þær stríða gegn grundvallarmarkmiðum opinbers reksturs.

Í staðinn legg ég til að áfram verði haldið að ýta út eyðublöðum á pappír sem fólk þarf að fylla út í höndunum og finna tvo votta til að staðfesta undirskriftir. Það veldur hinum passlegu óþægindum sem opinber rekstur er svo ánægður með.


mbl.is Mikil tækifæri í gervigreind og ríkið verður að þora
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband