Þegar múgurinn reiðist röngu fólki

Í dag birtist eftir mig grein á vefritinu Krossgötum. Hún fjallar um tvær ólíkar meðferðir blaðamanna á mótmælum almennings. Mín upplifun er sú að mótmæli almennings falli í tvo flokka í huga blaðamanna: Fullkomlega skiljanleg mótmæli gegn ofríki yfirvalda, og mótmæli sem einhvers konar öfgamenn standa að baki, gjarnan með hjálp rússneskra tölvuþrjóta.

Inn á milli er svo nákvæmlega ekkert. 

Réttmæt reiði almennings, og fordómafullir rasistar sem kunna ekki að lesa og byrja því að brjóta allt og bramla.

En mótmæli eiga sér alltaf einhverja orsök. Eru með einhvern aðdraganda. Byggjast á einhverju. Málstaðurinn er mögulega ekki endilega réttmætur í sjálfu sér - byggður á einhverjum sýndarveiruleika - en hann hefur kraumað einhvers staðar, jafnvel meðal stórs hluta almennings, og svo vantar bara eldspýtuna til að tendra bálið.

Það er hlutverk blaðamanna að veita okkur slíkt samhengi. Þess í stað eru þeir latir og stimpla þá sem öfgamenn sem mótmæla góða fólkinu (að þeirra mati).

Nema þeir hreinlega viti ekki betur. Api hver upp eftir öðrum. Ætli veirutímar séu ekki vísbending um að það séu algeng vinnubrögð. Ennþá og alltaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allar óeirðir sem ekki eru woke er öfgahægri. Sé því öfugt farið kallast þær óeirðir aktívismi.  Ekkert öfga við það.

Held að fólk almennt sé komið með uppí kok af góða fólkinu sem sést á því að vg er að hverfa og samfó þenst út eftir að Kristrún henti út woke-ismanum.

Ég get seint talist til hægri en woke-ismi vinstri flokkana hefur haldið mér frá kjörstöðum síðustu áratugi.  Kannski samfó verði kosningahæfir - bíð ekkert sérlega spenntur.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.8.2024 kl. 16:45

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Á meðan ég tek undir að vókið er orðið að súrri ælu í hálsi fleiri og fleiri þá sé ég ekki að Samfylkingin hafi að neinu leyti breyst, ef undan eru skilin gömul orð formannsins. Innan Samfylkingarinnar er góða fólkið allt tilbúið að stökkva út úr skápunum ef atkvæðin skila sér og við tekur gamla Samfylkingin. 

Á Íslandi vantar alveg það sem kallast á ensku "pópúlíska" flokka - flokka sem hlusta á landsmenn og haga seglum eftir vindi. Miðflokkurinn er mögulega sá eini sem telst gjaldgengur þar, og kannski Flokkur fólksins ("fólkið fyrst, svo allt hitt").

Geir Ágústsson, 8.8.2024 kl. 18:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Við erum að sjá byltingu öreiganna í Bretlandi, fólk sem er búið að fá uppí kok af manngerðri fátækt.

Ekki gerst frá 1917.

Það er ekki von þó Góða fólkið sé klumsa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.8.2024 kl. 19:44

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mannfólki er eðlislægt að hólfa hluti niður með einföldunum. "Góða fólkið" er í sínu hólfi og annaðhvort ert þú þar eða í hinu hólfinu. Það er í raun aðeins einföldun á annars flóknum og óreiðukenndum raunveruleika.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2024 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband