Spunastólar

Ég brosti nánast frá eyra til eyra þegar ég las eftirfarandi texta:

Nýir stól­ar fyr­ir þing­menn og ráðherra verða tekn­ir í notk­un í þingsal Alþing­is þegar þing­setn­ing fer fram í haust. ...

Nýju stól­arn­ir eru hannaðir af Erlu Sól­veigu Óskars­dótt­ur og nefn­ist hönn­un­in Spuni.

Áður en lengra er haldið er gott að skoða nákvæmlega hvað orðabókin segir um þetta nafn hönnunarinnar:

1
það að spinna band
Dæmi: fólkið fékkst við spuna á kvöldvökunni
 
2
frjáls sjálfsprottin tjáning í leiklist, tónlist eða dansi

Hér er á ferð eitthvað af eftirfarandi:

  • Ísköld kímnigáfa hönnuðar sem lítur á þingstörf sömu augum og hverja aðra sviðslist án handrits
  • Ísköld kímnigáfa hönnuðar sem lítur á lagaframleiðsluna sömu augum og langt band sem safnast upp á kefli
  • Ísköld kímnigáfa hönnuðar sem lítur á ræðuhöld þingsins sömu augum og samhengislaust tal einhvers upp á sviði, endalaus og sjálfsprottin tjáning frekar en eitthvað merkilegra

Nema nafnið sé bara dregið upp úr potti af handahófi. Það er líka möguleg skýring.

Hvað sem því líður er núna að opnast á stóra flóðgátt brandara um þingstörf og greyið þingmennnirnir þurfa einfaldlega að sætta sig við það.

Lagasetning: Að setjast í spunastól.

Þingstörf: Að koma sér í spuna.

Þingræður: Að stíga upp í spuna.

Atkvæðagreiðsla á þingi: Að velja já eða nei úr spuna.

Megi spuninn hefjast!


mbl.is Nýir stólar framleiddir fyrir sal Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spunameistarar hljóta að gleðjast yfir þessu.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2024 kl. 22:23

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Alþingismennirnir voru líklega allir komnir með pólitíkst rasssæri og vonadi fá þeir eitthvað mjúkt til að sitja á núna því ekki gerðu þeir neitt gangn á gömlu setunum en líklega þarf meira til þess!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.8.2024 kl. 23:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar þykist ég vita að gömlu stólarnir voru alls ekki þægilegir.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2024 kl. 00:46

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Geir t.d. Ennþá brennur mér í muna,
 meir en nokkurn skyldi gruna

Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2024 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband