Græna skóflan: Skammarverðlaun

Hvað er meiri vitleysa en að setja flatt grasþak ofan á gamla byggingu?

Svar:

Að veita slíkri hönnun verðlaun. Grænu skófluna nánar tiltekið. Hún er núna orðin að nýjustu skammarverðlaunum Íslands, í hópi með fálkaorðunni og verðlaunum Blaðamannafélagsins.

Grasþök geta verið ljómandi falleg en Íslendingar fyrir 1000 árum vissu að þau eigi þá að vera með halla svo vatnið geti lekið úr þeim og burðarþolið þurfi ekki að vera jafnmikið.

En svona er þetta oft. Nýjustu tískustraumar fleygja gamalli visku í ruslið.

Vonum að Grænu skóflunni verði ekki úthlutað aftur, en að ef svo fer að menn taki allar teikningar að baki verðlaununum í endurskoðun því þær hljóta að vera meingallaðar.


mbl.is Leikskóli ónothæfur eftir tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þegar einhver nennir að fara með mig í bíltúr,panta ég að keyra niður að baðstaðnum "Bloo lagon" í Kópavogi og horfa á bygginguna með torfþaki.það er svo fallegt og best í dagsbirtu..

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2024 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband