Fimmtudagur, 1. ágúst 2024
Nýja eftirlitsvopnið þróað og prófað
EUVABECO er svolítið sérverkefni hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og kynnir sig með eftirfarandi orðum:
COVID-19 kreppan endurmótaði alþjóðlegar bólusetningaraðferðir og leiddi til skjótrar þróunar nýstárlegra aðferða. EUVABECO verkefnið, sem styrkt er af EU4Health áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, miðar að því að útbúa aðildarríki Evrópusambandsins með sannreyndum framkvæmdaáætlunum fyrir þessa starfshætti, sem rúmar fjölbreytt samhengi til að gera koma í gagnið þvert á landamæri.
**********
The COVID-19 crisis reshaped global vaccination strategies, leading to the swift development of innovative practices. The EUVABECO project, funded by the European Commissions EU4Health program, aims to equip European Union Member States with validated implementation plans for these practices, accommodating diverse contexts to enable cross-border deployment.
Hljómar vonandi skelfilega í eyrum allra. En það versnar enn. Núna er þetta fyrirbæri að keyra prófanir á allskyns leiðum fyrir yfirvöld til að fylgjast með og rekja bólusetningarstöðu fólks. Þvert á landamæri, auðvitað.
Þessar leiðir til að hnýsast í einkalíf fólks eru seldar með allskyns hætti:
- Auka tiltrú á bólusetningar
- Á að valdefla einstaklinga með því að gefa þeim stjórn á bólusetningarstöðu sinni
- ... sem á að auðvelda deilingu á þeim upplýsingum
- Að hjálpa til við upplýsta ákvarðanatöku
- ... og samhæfa heilsugæslu þvert á landamæri
Hrærigrautur af mótsagnakenndum atriðum, í stuttu máli, og leið til að fylgjast með fólki hvar sem það er. Slíkt eftirlit er svo notað til að samhæfa heilsugæslu, þvert á landamæri - lítið hulin leið til að segja: Láttu sprauta þig með nýjasta glundrinu eða við skerum á aðgang þinn að heilsugæslu hvert sem þú ferð.
Kostnaður við þetta ævintýri er 8,44 milljón evrur eða einhvers staðar norðan við 1,2 milljarða íslenskra króna.
Ég er að leita í huga mínum að einhverri jákvæðri nálgun á þessu. Kannski að maður geti komist á sjúkrahús á Spáni og fengið viðeigandi meðhöndlun frekar en einhverja vitleysu af því það er hægt að sjá hverju er búið að sprauta í mig, eða hvað? Kannski það verði hægt að láta sauma fyrir stungusárið af því maður er með réttan QR-kóða.
Nema auðvitað að það sé enga jákvæða nálgun að finna. Að öll vitleysan sem gekk yfir veirutíma sé núna orðin að formlegu kerfi sem er miklu erfiðara að sleppa frá.
Mig grunar það, og leita að rökum gegn því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og svo eigum við að vera hrædd við Pútin.
Kristinn Bjarnason, 3.8.2024 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.