Fjármál í vinstri höndum

Í Morgunblađinu í dag varar ţingmađur Miđflokksins viđ afleiđingum ţess ađ kjósa vinstrimenn til valda á Alţingi og vill meina ađ fordćmiđ sem hrćđi finnist í fjármálastjórn vinstrimanna í Reykjavík. 

Bragg­inn og dönsku strá­in, gjafa­gjörn­ing­ar í bens­ín­stöđva­mál­inu, ţreng­ing­ar gatna og linnu­laus­ar at­lög­ur ađ grćn­um svćđum eru of­ar­lega á af­reka­skránni, sorp­hirđan og vetr­arţjón­ust­an, biđlist­arn­ir á leik­skól­ana, lóđaskort­ur­inn, útţensla miđlćgr­ar stjórn­sýslu, hatriđ á fjöl­skyldu­bíln­um, međferđin á Sunda­braut­inni, 100 millj­arđa frođan í reikn­ing­um Fé­lags­bú­stađa, međferđin á flćđis­bćt­andi ađgerđum á stofn­braut­um, árás­irn­ar á Reykja­vík­ur­flug­völl, sam­skipt­in viđ borg­ar­búa ţar sem „sýnd­ar­sam­ráđ“ virđist hafa veriđ tekiđ á enn hćrra stig en hjá rík­is­stjórn­inni.

Allt ţetta er hollt ađ hafa í huga ţegar mat er lagt á hvers sé ađ vćnta verđi Reykja­vík­ur­mód­eliđ yf­ir­fćrt á lands­stjórn­ina.

Spor­in hrćđa nefni­lega og af verk­un­um skul­um viđ ţekkja ţá.

Undir ţetta tek ég. Ţessi orđ minna á mín eigin í grein frá árinu 2007:

Íslenskar vinstristjórnir hafa í gegnum tíđina sýnt ákveđiđ munstur í stjórnarháttum sínum. Hangi ţćr yfirleitt saman ţá ganga ţćr á lagiđ međ skattahćkkunum og óráđsíu í rekstri hins opinbera. Ţćr hafa sýnt ríka tilhneigingu til ađ ţenja hiđ opinbera út međ fjölgun verkefna og auknum fjárútlátum til ţeirra sem fyrir eru. Eftir 16 ára hćgri-miđjustjórn á Alţingi er hćtt viđ ađ margir hafi gleymt raunveruleika íslenskrar vinstristjórnar. Reynslan úr Reykjavík sýnir ađ slíkt er óţarfi. Vinstrihneigđ borgarstjórn er í fáum meginatriđum frábrugđin vinstrihneigđri landsstjórn. Eigi dćmiđ úr Reykjavík R-listans ekki ađ endurtaka sig á Alţingi Íslendinga er brýnt ađ atkvćđi til vinstri leikvangs íslenskra stjórnmála verđi sem fćst. Íslenskt samfélag á mikiđ undir ţví.

Ef viđ skilgreinum núverandi ríkisstjórn á Íslandi sem vinstristjórn (sem má alveg fćra rök fyrir ţrátt fyrir svolítiđ vein í nokkrum ţingmönnum Sjálfstćđisflokks) ţá sé ég ekki betur en ađ orđ mín frá 2007 hafi rćst nokkuđ vel, ţví miđur.

Ţađ er algjör óţarfi ađ velta mikiđ fyrir sér hvađ tćki viđ undir forystu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Handritiđ í ráđhúsi Reykjavíkur yrđi sent í Stjórnarráđiđ og ţví fylgt eftir. 

Ţađ sýna dćmin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband