Fækkun gróðurelda

fireEins og fæstir vita hefur undanfarin ár verið alveg sögulega lítið af gróðureldum á heimsvísu. Myndin hér (héðan) segir sína sögu. Auðvitað má ræða aðferðafræði þegar menn fylgjast með skógareldum úr gervihnöttum. Það má líka draga upp aðra mælikvarða, eins og skemmdir af völdum skógarelda, sem aukast auðvitað þegar menn byggja meira og meira í skógum eða við þá. En heildarmyndin er sú að það er ekkert óvenjulegt, óeðlilegt eða varasamt á ferðinni. Eru það ekki góðar fréttir?

Fréttir, eða ekki. Fréttatímarnir segja auðvitað einhverja aðra sögu en raunveruleikinn, eins og oft er. Hver einasti runni sem kviknar í kemst í aðalfréttatímana og vekur upp óhug og skelfingu. Svona svolítið eins og kvikmyndir um heimsenda. Við ættum kannski að byrja líta á fréttir sem það og fátt annað: Spennandi kvikmynd.

Það má svo auðvitað játa að ýmis svæði eru orðin líklegri til að verða eldi að bráð en það kemur loftslagi ekkert við. Til dæmis hafa viða lög um náttúruvernd bannað grisjun á skógum og skipulegan bruna á þeim til að losna við eldsmat. Komi svo þurrkatímabil, og ferðamenn úr röðum umhverfishryðjuverkamanna mæta á svæðið, þá verða til eldar. 

En náttúran heldur sínum takti, sem og manngerðu vandamálin. Hvenær kemst það í fréttirnar?


mbl.is Yfir hundrað gróðureldar í Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Smá gróðureldur öðru hvoru er góður.

Annars verða menn fyrir barðinu á "Smokey Bear effect."

Ásgrímur Hartmannsson, 31.7.2024 kl. 21:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Nákvæmlega. Enn ein ástæða til að hlusta sífellt minna á þessa svokölluðu umhverfisverndarsinna sem hata allt sem tengist mannkyni, þar á meðal skipulagða skógarelda að hætti frumbyggja í Bandaríkjunum.

En gaman að lesa um sögu þessa hugtaks, "The Smokey Bear effect". Ég vissi ekki að uppruninn lægi í seinni heimsstyrjöldinni!

Geir Ágústsson, 1.8.2024 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband