Mánudagur, 29. júlí 2024
Má ekki vara við hengifluginu?
Það sjá allir að í óefni er komið í innflytjendamálum á Íslandi. Ég gæti farið í langa upptalningu á því. Ísland þarf að taka upp norrænu stefnuna í innflytjendamálum (þá nýju, ekki gömlu) áður en það verður of seint: Takmörkun á fjölda, hörð viðurlög við lögbrotum og kröfu um að innflytjendur, sem vilja dvelja til lengri tíma í landinu, taki skref í átt til aðlögunar að samfélaginu.
Eða viljum við keyra svo nálægt hengifluginu að þörfin fæðist til að banna ýmsa siði, sem eru algengir í sumum menningarheimum en gjörsamlega ósamræmanlegir vestrænum gildum, alveg sérstaklega ofan á venjuleg hegningarlög? Er ekki bara í lagi að varðveita ávexti aldalangrar baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum kvenna og barna?? Varðveita með hnefanum, eins og einhver gæti orðað það.
Núna er ákall á dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um að moka úr starfi einstaklingi sem reynir af veikum mætti að vara við versnandi ástandi, vel vitandi að það gæti haft áhrif á taugar forsvarsmanna lítilla en háværra samtaka.
Ef dómsmálaráðherra bognar hérna í hnjánum er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er endanlega heillum horfinn og orðinn gjörsamlega ókjósanlegur. Hann hefur þá tekið sér stöðu með innfluttu ofbeldi, óvestrænum gildum, þöggun, efnahagslegum þvingunum gegn þeim sem þora að tjá sig um ógnvænglegt ástand og auðvitað gegn almenningi á Íslandi - íslenskum fjölskyldum, skattgreiðendum og kjósendum.
Nú er bara að bíða og sjá hvað verður.
![]() |
Helgi verði leystur frá störfum tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað hefði ríkissaksóknari gert ef Kourani hefði valið
nafnið Mohammad S. Friðjónsdóttir..?
Hann hefur rétt til þess út af snarrugluðum lögum sem eru
svo klikkuð að hlegið er af Íslandi úti í heimi.
Ef ætti að setja einhvern út af sakramentinu þá er það
Sigríður S Friðjónsdóttir sem marg itrekað hefur sýnt hversu
gjörsamlega vonlaus hún er.
Sigurður Kristján Hjaltested, 30.7.2024 kl. 10:20
Jón Gunnarsson reyndi ítrekað að koma á breytingum á þessu galna kerfi hérna en var ítrekað gerður afturreka með öll sín lagafrumvörp af víðáttuvitlausum þingmönnum viðreisnar, vg, samfó og pírötum. Sjálfstæðisflokkurinn getur auðvitað ekki vikið sér undan ábyrgð á þessu máli og bent á vg sem sökudólginn. Flokkurinn átti að standa í lappirnar gegn vg, þó það gæti kostað stjórnarslit. Frumvörpin hefðu komist í gegn með þeirra stuðningi, framsóknar, miðflokksins og flokki fólksins. En nú er sú staða uppi að flokkurinn er rúinn öllu trausti enda á hann ekkert annað skilið.
Kannski að þetta mál með Kourani opni augu vinstri vitleyingjana fyrir því að það sé kannski ekkert sérstaklega sniðugt að skipta um þjóð í landinu, en ég er ekki bjartsýnn á að svo verði. Þetta er nú svo gott fólk og má ekkert bágt sjá án þess að stökkva af stað til að hjálp í þeirri fullvissu að aðrir borgi fyrir þeirra góðmensku.
Bjarni (IP-tala skráð) 30.7.2024 kl. 12:57
Ég held að með nægilegum þrýstingi á yfirvöld þá verði kannski hægt að snúa hérna við blaðinu. Annars sprettur upp nýr stjórnmálaflokkur með innflytjendamál efst á dagskrá og þenst út í könnunum og kosningum þar til aðrir flokkar taka upp stefnu hans (danska reynslan). En það þarf að byrja rífa kjaft, rækilega.
Geir Ágústsson, 30.7.2024 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.