Landið sem sökkti sér

Leiðirnar til að eyðileggja líf sitt, heimili, fjölskyldu og sambönd eru margar. Það má til dæmis taka upp neyslu á ávanabindandi eiturlyfjum sem þurrka upp alla bankareikninga og eigur. Það er hægt að ljúga og vera óheiðarlegur í mannlegum samskiptum. Það er hægt að beita miklu ofbeldi. Svo má einfaldlega velja að fara ekki úr rúminu - hætta að mæta í vinnuna, borga reikninga, þrífa heima hjá sér, þrífa eigin líkama. 

Í raun er miklu erfiðara að varðveita það sem er gott en eyðileggja það. Jafnvel bara nóg að gera ekkert: Hafa aldrei samband við neinn, afla sér engra tekna. Gera ekkert. 

Á sama hátt er tiltölulega einfalt fyrir yfirvöld ríkis eða sveitarfélags að kafsigla hagkerfi og samfélagi. Þau geta safnað skuldum, vanrækt verkefni, tekið upp á arma sína mörg gæluverkefni, tæmt alla sjóði í vopnakapphlaup og opnað velferðarkerfið fyrir umheiminum. 

Í raun er miklu erfiðara fyrir yfirvöld að halda uppi heilbrigðu hagkerfi og sæmilega friðsömu samfélagi þar sem fólk fær eitthvað fyrir skattpeninginn en hitt að kafsigla hagkerfinu og eyðileggja samfélagið. Jafnvel bara nóg að stjórnmálamenn fái að ráfa um án aðhalds, með ávísanahefti í boði skattgreiðenda í hendinni.

Í fréttum þessi misserin má sjá mörg dæmi þess að íslensk yfirvöld séu að brjóta niður margt af því sem hefur verið byggt upp. Innviðir eru vanræktir að því marki að það má fara að óttast frekari rafmagnsskort og jafnvel hitaleysi. Skuldirnar hrannast upp. Velferðarkerfið er hætt að virka fyrir marga. Ráðherrar kaupa sér atkvæði með milljarðasamningum og fá að hlaupa í allar áttir í þeirri kosningabaráttu. Í stað þess að taka vel á móti örfáum tugum hælisleitendum á ári er þeim núna sleppt í hundruða- og þúsundatali yfir samfélagið, víða með þeim afleiðingum að innfæddir Íslendingar þora ekki lengur í strætó. 

Kannski er þetta viljaverk. Misskilin góðmennska. Oft er viðkvæðið að verið sé að innleiða evrópskar reglur en það er lygi. Miklu frekar eru hérna íslenskir stjórnmálamenn að reyna ganga í augun á einhverjum allt öðrum en íslenskum kjósendum og borgurum. 

Það þykir ekki fínt að kallast þjóðernissinni en ég er því ósammála. Ef við erum ekki þjóðernissinnuð, hvað erum við þá? Þjóðernisfjandsamleg, auðvitað. Það virkar kannski fyrir útlendinga í leit að ódýrum auðlindum, en afskaplega óheppilegt fyrir þjóðina sem lætur traðka á sér og ræna af sér lífskjörunum.

Ég legg til að Íslendingar hætti að bora göt á fleyið sem þeir kalla heimili sitt og seinki því að sökkva sér í skuldafen, glæpi og upplausn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Geir, þessi pistill lýsir ástandinu vel þar sem yfirvaldið bókstaflega ræðst á þjóðina með kjafti og klóm og stefnir á að rífa allt niður sem byggt hefur verið upp. Þetta er orðinn mjög geggjaður heimur sem hlítur að vera á leiðinni í algjört hrun, en ég tek ofan fyrir þeirri bjartsýni þinni að fólk muni vakna áður en það er of seint. Meriri hluti þjóðarinnar er í dáleiðslu fjölmiðla og á ekki afturkvæmt. Ég geri mér ekki grein fyrir afleiðingunum en þær verða örugglega í stærri kantinum.

Kristinn Bjarnason, 28.7.2024 kl. 18:34

2 Smámynd: Loncexter

Til að ,,great reset" takist almennilega, þarf að koma á allsherjar hruni velferðarþjóðfélaga.

En fjölmenningin er eitt besta trixið til að leysa upp og eyðileggja velferðarkerfi.

Það mætti halda að íslenskir ráðamenn hafi verið,,keyptir" til að taka þátt í þessu ferli.

Loncexter, 28.7.2024 kl. 19:02

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir vita það vel þótt séu látnir trúa að þetta sé þeim auðugu til góða. 
 

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2024 kl. 01:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

framhaldið var allt annað en hvarf út í buskann. 'gilegur þessi buski!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2024 kl. 01:24

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Í þessari vegferð erum við í samfloti með öðrum vesturlöndum. Bandaríkin í fararbroddi en Evrópa siglir í kjölfarið. Sjá bara nýlega setningarathöfn Ólympíuleika í París sem sýnir menningarlegt skipbrot þjóðar. Vonandi að menn vakni við þau ósköp og snúi ofan af vitleysunni.

Ragnhildur Kolka, 29.7.2024 kl. 08:51

6 identicon

Margir en ekki nógu margir gera sér grein fyrir eða finna á sér að stefnt er á algeru hruni samfélagsins - en vita ekki hvað á að gera.

Það sem helst veldur þessu eru framleiðsla plat peninga: sem hófst með pappír-seðlum (sem voru bara skuldaviðurkenning, eða kvittun fyrir ákveðið verðmæti eins og gull eða silfur). Pappírspeningakerfið hefur svo þanist út  á tölvuöld með rafrænu bókhaldi. Enginn raunveruleg verðmæti eru á bakvið þessar skuldaviðurkenningar annað en hugsanlegar framtíðartekjur. hægt er að fjármagna hvað vitleysu sem með svona kerfi. 

Og svo virka Vesturlönd orðið þannig að einhverskonar reglugerðir um hvaðeina koma frá einhverskonar alþjóðastofnunum (hvað sem þær allar heita) um allskonar hluti sem fólk annaðhvort veit eða finnur á sér að séu út í hött. Margt af því leiðir til hærri skatta og oft á tíðum sundrungar.   Allir eiga að ganga í takt, hvort sem ert almennur borgari, starfsmaður, eða stjórnmálamaður. Gangir þú ekki í takt við "Rétttrúnaðinn" muntu hljóta verr af (missir á starfi, mannorði, eða þaðan af verra). 

Smá saman er verið að eyðileggja Vesturlönd (loftslagsskattar, BLM - "bend the knee", LgbtQ (inclusivity, rugla börn í ríminu, ... ), opin landamæri fyrir alla sem vilja komast á spena velferðarkerfa, innleiðing á hatri á karlmönnum, ... og svo mætti lengi telja).

Hér má nefna tvennt úr fréttum vikunar: Nú eru skuldir íslenska ríkisins komnar í 900 milljarða (vaxtakostnaður um 100 milljarða á ári), ESB vill sekta Pólverja um háar fjárhæðir fyrir að neita að taka við "kvóta"-flóttamönnum, Brusselvaldið vill refsa Orban fyrir að ganga ekki í takt við vilja þeirra - glæpur Orbans er ræða við aðila um frið í Ukrainu.

Bragi (IP-tala skráð) 29.7.2024 kl. 14:03

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk öll fyrir athugasemdirnar sem ég er meira og minna sammála.

Ég held að það sjái miklu fleiri vandamálin en tjá sig um þau. 

Geir Ágústsson, 29.7.2024 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband