Fimmtudagur, 25. júlí 2024
Ólíkar kröfur
Á Höfðabakkabrú í Reykjavík standa nú yfir framkvæmdir. Verið að bæta svolitlum hjólastíg við brúnna. Vinnusvæði er þarna greinilegt og búið að lækka hraðann yfir brúna niður i 30 km/klst og mjög þröngt um bílaumferð.
Vandamálið er bara að það er enginn á þessu vinnusvæði. Aldrei nokkurn tímann.
En bílstjórar láta sér fátt um finnast, hægja á sér á þessum litla kafla, og gleyma svo hættunni sem var búin til fyrir þá þar sem bílar úr gagnstæðum áttum nánast mætast þarna á brúni.
Ég meina, hvað er hægt að gera? Er eitthvað númer sem er hægt að hringja í? Þýðir eitthvað að reka á eftir því að þessi manngerða umferðarslysagildra verði leyst upp?
Nei, sennilega ekki.
Það er ekki eins og um sé að ræða einu matvöruverslunina í stóru hverfi sem þarf að loka í nokkra daga til að endurskipuleggja hillusvæði til að troða meiri vörum í búðina sem sveitarfélag bannar stækkun á (sbr. kafla 19.5 í aðalskipulagi Reykjavíkur) - fullkomlega handahófskennd takmörkun á stærð verslunarrýmis sem rýrir möguleika á þjónustu við íbúa úthverfa). Þessi lokun í nokkra daga var mörgum stór hausverkur og mikið umræðuefni og mikil eftirvænting eftir því að búðin opnaði á ný samkvæmt áætlun, sem hún gerði.
Við gerum allt aðrar kröfur til hins opinbera en til einkafyrirtækja.
Nú er til dæmis að koma betur í ljós að grunnskólar eru að breytast dvalarstofnanir, og eru í sífellt minna mæli menntastofnanir. Ekkert við því að gera!
Skattar á bíla og eldsneyti renna ekki til vegagerðar og innviða svo vegagerð og innviðir kalla á nýja skatta og tolla. Ekkert við því að gera!
Brú er gerð að slysagildru svo vikum skiptir og enginn að vinna að því að breyta því. Ekkert við því að gera!
En fannstu ost sem er kominn einn dag fram yfir seinasta söludag í Bónus? Þú lætur þá í þér heyra!
Kannski vanhæfi hins opinbera sé ekki hinu opinbera að kenna heldur almennum borgurum sem leggja einfaldlega ekki í að veita aðhald - nokkuð sem ég hef fulla samúð fyrir.
Kannski við séum aðeins of ógagnrýnin á hraðatakmarkanir sem eiga að sögn að verja vinnandi fólk þótt vinnustaðurinn standi tómur svo vikum skiptir. Auðvitað hjálpar við takmörkun á hraða að þjappa umferð í tvær áttir svo þétt saman að ökumenn óttist að lenda framan á öðrum bíl. En það er enginn starfsmaður á svæðinu.
En hvað sem því líður þá sé ég hérna rökstuðning í að fækka verkefnum hins opinbera og koma í hendur einkaaðila. Þá þorir almenningur að veita aðhald, og það kemur fram í bættri þjónustu. Þá mætir lati verktakinn á brúnni sömu kröfum og unglingurinn við kassann í Bónus sem þarf að biðjast afsökunar á útrunnum osti.
Kerfið féll á prófinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Athugasemdir
Mig grunar helst að fólk vilji hafa þetta svona.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.7.2024 kl. 13:56
Af hverju er verið að leggja hólastíg þarna?, það er stígur undir brúnni sem dugar ágætlega fyrir bæði gangandi og hjólandi, ég hjóla mjög oft þarna.
Rafn Haraldur Sigurðsson, 25.7.2024 kl. 21:16
Rafn,
Ég veit ekki fyrir víst að þetta eigi að vera hjólastígur. Það er líka hægt að hjóla yfir stífluna. Ekki að ég hafi séð nokkurn mann á hjóli á svæðinu en kannski Breiðhyltingar flykkist bráðum yfir á Árbæjarsafnið á hjólum. Verst hvað brekkan er brött. Kannski batterí geti hjálpað til.
Geir Ágústsson, 27.7.2024 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.