Óupplýsingaröld og samsæriskenningar

Í lipurlega skrifaðri grein í Morgunblaðinu skrifar höfundur meðal annars:

Sjálf­stæð hugs­un krefst orðaforða og hug­taka­skiln­ings sem ger­ir manni kleift að gagn­rýna hlut­ina; að inn­byrða upp­lýs­ing­ar án þess að gleypa þær sem heil­ag­an sann­leik. Án slíkr­ar greind­ar er sam­an­safn ein­stak­linga ekki sam­fé­lag held­ur heila­laus hjörð. Með því að brúa ekki bilið milli ung­menna og tungu­máls­ins erum við að fram­leiða óvirka borg­ara sem í ólæsi sínu standa mátt­laus­ir gagn­vart upp­lýs­ingaflæði nú­tím­ans.

Þetta tek ég undir. Þess vegna er áhyggjuefni að íslenskir grunnskólar eru hættir að kenna krökkum að lesa sér til gagns.

Í kjölfarið skrifar höfundur:

Á tím­um síteng­ing­ar streyma upp­lýs­ing­ar að okk­ur úr öll­um átt­um og setj­ast að án okk­ar vit­und­ar. Leiðandi til­drög þess að fólk greini ekki á milli frétta og fals­frétta og aðhyll­ist sam­særis­kenn­ing­ar er lágt mennta­stig – og því ólæs­ari sem sam­fé­lög verða á sann­leiks­gildi upp­lýs­inga því hraðar af­kynj­ast lýðræðis­ríki í var­huga­verðara stjórn­ar­far.

Þessu á ég aðeins erfiðara með að kyngja, og sérstaklega orðalaginu „lágt menntastig“. Eru það ekki háskólamenntuðu blaðamennirnir, stjórnmálamennirnir, prófessorarnir og fólkið með stóru titlana hjá hinu opinbera og jafnvel víðar sem hraðast kyngja samsæriskenningum og boða eins og hinn heilaga sannleika? 

Er það ekki fólkið með gráðurnar og peningana sem spýr úr sér óþoli á niðurstöðum kosninga ef þær eru ekki eftir uppskriftinni?

Er það ekki millistéttin, með sína menntun og stöðu í samfélaginu, sem hleypur fremst í raðirnar þegar lyfjafyrirtækin segjast hafa lausn allra vandamála?

Að kenna fólki með „lágt menntastig“ um rotnun lýðræðisins er stór stimpill. Á meðan ég er sammála því að ónýtt menntakerfi sé slæmt fyrir samfélagið og lýðræðið þá sé ég ekkert nema jákvætt við að efast um upplýsingaóreiðu yfirvalda, háskóla og lyfjafyrirtækja, svo eitthvað sé nefnt. Fólk með „lágt menntastig“ er kannski fyrsta varnarlínan sem ætti að taka meira mark á ef eitthvað er. Læsir, vonandi, en án gráðunnar. Hugsandi, frekar en að forðast óánægju yfirvalda. Forvitnir, en ekki að gleypa allt sem þeim er sagt. 

Það mætti jafnvel snúa dæminu alveg við. Margir með háskólagráður í dag eru með gagnslausar gráður sem benda beint á atvinnuleysisskrá. Hið opinbera bregst við með því að setja í lög allskyns kvaðir og kröfur sem kalla á notkun gagnslauss vinnuafls með gagnslausar gráður. Þetta fólk er háð hinu opinbera að öllu leyti, trúir öllu sem því er sagt og kýs eftir uppskrift.

Og er um leið fólkið sem við eigum að taka mark á.

Ég hika, og hika lengi. Megi þeir sem kyngja hægast fá sem mesta áheyrn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er þekkt aðferð til að sannfæra. Byrja fyrst á almennum sannindum og færa sig síðan út í áróður, menntahroka til dæmis.

Seint læra sumir það sem kennt var fyrir stuttu, 10 árum eða svo, að greind er allskonar og sum greind verður ekki kennd í skólum eða mæld svo auðveldlega. Þessvegna eru til dæmis lesblindir að blómstra í daglega lífinu oft, því greind þeirra liggur kannski á félagslega sviðinu eða eitthvað.

Ingólfur Sigurðsson, 19.7.2024 kl. 01:52

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

... já kúlan fór inn um vinstra eyrað á Trumpi og út um það hægra, vegna þess að hann hreyfði hausinn. Það er svindl að hreyfa hausinn... Geir Ágústsson þú ert orðinn gúrú hjá gamlingjunum í x-D. Nazistagólfur er með álíka greindarvísitölu og þú. Maður vonar að ykkur batni og þú farir loks að svara Ingólfi, þínum stóra stuðningsmanni. Annað væri lítilsvirðing gagnvart fólki á sama plani og þú sjálfur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.7.2024 kl. 06:51

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingólfur,

Greind er vissulega allskonar en það fer mikill mannauður til spillis í menntakerfinu. Fyrst eru krakkar útskrifaður úr grunnskóla án þess að geta lesið og reiknað. Síðan er þeim spýtt út úr framhaldsskólakerfinu þaðan sem margir fara svo í háskóla sem getur ekki veitt þeim almennilega menntun og býr til allskonar kjaftafög sem skila ekki neinni verðmætaskapandi hæfni. 

Ekki furða að margt sem áður var vel gert er núna illa gert. Það er til dæmis ekki hægt að hræra saman malbiki lengur án þess að búa til skautasvell.

Vilhjálmur,

Á dögum þar sem maður vaknar í vondu skapi, illa upp lagður, er oft ágætt að reyna finna smávegis næði til að leggja sig, eða fara í göngutúr í náttúrunni, eða brosa að börnum í leik. Þá fyrst að skapið er komið í lag er góð hugmynd að setjast við lyklaborðið.

Geir Ágústsson, 19.7.2024 kl. 10:31

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Geir, svar þitt er gott. Á erfitt með að lesa öfga útúr þínum skrifum eins og Vilhjálmur gerir.

Vilhjálmur Örn, þessi pistill er gagnrýni á menntahroka, að þeir einir séu greindastir sem ljúka námi og fá fullt af prófgráðum. Ég held að þú sért hámenntaður, sá sem er fornleifafræðingur eins og þú hefur klárað sína menntun og próf. Þannig að þú tekur þessu sem beint að þér, pistli Geirs. Ég tek ekki pillur þínar neitt persónulega. Mín greindarvísitala er vel í lagi og yfir meðallagi eins og var mælt í skóla þegar reynt var að finna skýringar á því af hverju ég hafði ekki áhuga á náminu, en ég hinsvegar kláraði ekki menntaskólann. Geðklofar hafa yfirleitt hærri greindarvísitölu en fjöldinn eins og mér var tjáð þótt þeir geti átt erfitt með félagslega færni. Þeir hinsvegar hafa meiri áhuga á samsæriskenningum en einfeldningar. En þú ert ágætur. Ég stend mig að því að vera merkilega oft sammála þér og ég taldi þig fyrst ekki hafa það skopskyn sem þú þó hefur samkvæmt mörgum pistlum þínum.

PS. Ef ég man rétt hafðir þú ekki fyrir því að svara mér þegar ég eitt sinn kom með kurteislega viðbót á þínu bloggi. Það lýsir fordómum þínum í minn garð, því ég er vissulega ekki sammála þér í öllu. Ég hef þó þá skoðun að maður eigi að bera virðingu fyrir öðrum, jafnvel þeim sem maður er ósammála. 

Að lokum, þeir sem mæla með því að Trump sé drepinn (orð þín um það eru frekar óljós Vilhjálmur, þú notar húmorinn frekar sem sýnir ágætar gáfur) ættu að láta athuga sig, eða vera taldir með vafasömu fólki.

Ingólfur Sigurðsson, 19.7.2024 kl. 12:57

5 identicon

Mæltu manna heilastur.

Gunnar (IP-tala skráð) 19.7.2024 kl. 13:20

6 identicon

Palestínumaðurinn, Ahmad Mansour, er sálfræðingur og býr í Þýskalandi. Hann gjörþekkir Palestínumálið, allt frá æsku, og hefur mikið rætt um það. Hann nýtur stöðugrar lögregluverndar vegna skoðana sinna. Hér er athyglisverður þáttur um hann. Þátturinn er með enskum texta.                                                                  Extremismusforscher Ahmad Mansour: Gegen den Hass | Israel und Palästina | BR Story | BR Bayerischer Rundfunk Bayerischer Rundfunk Verified • • 116K views 1 month ago                                                      

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 19.7.2024 kl. 15:52

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Geir, -það fæst varla annað en lágt menntastig í fáviskufabrikkum ríkisins.

Þessu finnst mér greinarhöfundur koma ágætlega til skila í þessum dæmum sem þú tekur, þó það sé gert undir rós.

Annars hef ég ekki haft tækifæri til að lesa greinina í heild, svo það má vel vera að ég sé að misskilja málið.

Ég er sammála þér með það að fólk er menntað til örvita eftir því sem lengra er farið frá reynslunni og innsæinu, -og kallast þá að vera orðin sérfræðingur.

Magnús Sigurðsson, 20.7.2024 kl. 05:45

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Magnús,

Þetta er kannski rétt hjá þér. Kannski var ekki verið að vísa í gráður heldur menntastig í gömlum skilningi þess orðs - að fólk lesi og... og haltu þér fást: Hugsi!

En þetta hefði þá mátt skýra betur.

Geir Ágústsson, 20.7.2024 kl. 08:54

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

I einni af bokum Páls Skúlasonar heimspekings fjallar hann um menntun. Að hlutverk menntunar sé að gera manninn meira mann, ekki meiri mann. Mér sýnist þú, Geir, vera á sömu linu og Páll, þegar þú gerir kröfu um að maðurinn not þann eiginleika, sem gerir hann að manni, og hugsi. Að vera meiri maður felur hinsvegar í sér neysluhugsun og að maður geti keypt sér stöðu í samfélaginu, sem er nákvæmlega það sem menntun er í dag. 

Ragnhildur Kolka, 20.7.2024 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband