Miðvikudagur, 17. júlí 2024
Hrós til starfsmanna Hallgrímskirkju
Palestínskir fánar voru bundnir í turnklukku Hallgrímskirkju og gerðir sýnilegir þeim sem áttu leið hjá. Starfsmaður Hallgrímskirkju segir fánana ekki hafa verið hengda upp í samráði við kirkjuna. Þeir voru fjarlægðir.
Voru viðbrögð starfsmanna Hallgrímskirkju rétt? Já, auðvitað. Þeir eru jú að starfa við kristna, íslenska kirkju. Hún verður ekki skreytt með öðru en kristilegum táknum og íslenska fánanum. Skiljanlega. Eðlilega. Að sjálfsögðu.
En þeir hefðu líka getað guggnað af ótta við pólitískan rétttrúnað. Sagt að þeir vilji ekki raska friðsömum mótmælum gegn mannréttindabrotum. Óttast að minnsta rask á fánum og merkjum háværra mótmælenda muni valda hefndarárásum og eyðileggingu, eins og dæmin sýna.
Þeir guggnuðu ekki. Þeir stóðu fastir á sínu, ólíkt lögreglu sem hefur séð í gegnum fingur sér á fjölda skemmdarverka af hendi sama hóps mótmælenda.
Kannski starfsmenn Hallgrímskirkju eigi að fá umboð til að verja fleiri verðmæti og minnismerki? Þeir virðast taka umboð sitt alvarlega. Þeir þora þegar aðrir bogna.
Hrós til þeirra.
Palestínskir fánar hengdir upp í óþökk kirkjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver er til í að hengja upp fána með krossi í, inní mosku í arabíu og taka afleiðingum ?
Loncexter, 17.7.2024 kl. 21:55
Svo sannarlega, hrós til þessara starfsmanna.
Við eigum að standa með okkar þjóð og afleið og bera virðingu fyrir okkur sjálfum.
booboo , 17.7.2024 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.