Best að enginn fari neitt

Þýska járnbrautakerfið er úr fornöld. Þessu kynntist ég þegar ég þurfti að nýta það undir íslenska öskuskýinu til að komast frá Frakklandi til Danmerkur á sínum tíma. Ég komst, en þetta var óþægilegt ferðalag þótt fyrirtækjakortið hefði borgað fyrir eins þægilegt ferðalag og kostur var á, í fjarveru flugferða.

Þeir sem þurfa og vilja eiga og nota bíl vita að það er að verða sífellt dýrara, bæði tækin og eldsneytið, fyrir utan að bílastæðin í rými hins opinbera eru að gufa upp. Einn daginn er það bensín, þann næsta dísill, þann næsta rafmagn. Ef þú veðjar á rangar lottótölur þá bíða þín svimandi skattar.

Flugferða bíða sömu örlög. Takmarkið er að koma venjulegu fólki úr þeim og á jörðina. Einkaþoturnar halda sínum undanþágum.

Því hefur lengi verið haldið að Evrópubúum að flugferðir séu vondar og lestarferðir góðar. Samt hefur lestarkerfið haldið áfram að lifa í fornöld. Ætlunin var aldrei að fjölga lestarferðum. Ætlunin var að fækka ferðalögum.

Ferðalög almennings eru almennt til ama og óþæginda fyrir yfirvöld. Slíkum ferðalögum hefur jafnvel verið kennt um afleiðingar misheppnaðrar peningastefnu íslenskra yfirvalda (peningaprentun til að borga undir árásir ríkisvaldsins á hagkerfið í nafni veiruvarna). 

Fyrir utan að vilja halda fólki innan lands og landshluta bætist svo auðvitað við viljinn til að halda fólki innan hverfa, hinna svokölluðu 15 mínútna hverfa. Ljómandi samantekt um þau, og bæði yfirlýst og óyfirlýst markmið að baki þeim, er að finna hér.

Það er einfaldlega best að enginn, nema útvaldir, fari neitt. Þar á meðal þú, að sjálfsögðu. Og þú ert alveg til í þá vegferð þótt þú vitir ekki endilega af endamörkum hennar, ekki satt?


mbl.is Járnbrautarkerfið í Þýskalandi „alþjóðlegur brandari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lítið mál og einfalt að versla lestarferð frá Frankfurt hauptbanhof til X.  Sjálfsalinn er aðgengilegur og auðfinnanlegur.  Hinsvegar vandast málið þegar að teinunum er komið og þú veist ekkert hvaða lest er að fara hvert. Enginn starfsmaður sjáanlegur og engar upplýsingar á miðanum Lítil skemmtun að enda í Stuttgard eða Berlin þegar förinni var heitið til Munchen.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.7.2024 kl. 11:42

2 Smámynd: booboo

Í nútímanum bendir fjölmargt til þess að stefnt sé að vistarbandi fólks á ný.

booboo , 17.7.2024 kl. 12:36

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Gleymum ekki ástandinu á lestarkerfum Frakka, Breta og Bandaríkjarómverja.

... rétt eins og í Sovét 1986.

Guðjón E. Hreinberg, 17.7.2024 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband