Skattgreiðendur og hið opinbera: Andstæðingar

Hvenær kemur að því að það megi með réttu segja að hið opinbera sé orðið að andstæðingi skattgreiðenda?

Stundum er sagt að hið opinbera eigi að þjóna almenningi. Veita, styðja, bæta, tryggja. Að reka þjónustu og velferðarkerfi í skiptum fyrir skattgreiðslurnar.

Svo kemur annað í ljós. Það er til nóg fyrir alla nema skattgreiðendur: Vopn í erlend stríð, peningar fyrir útlendinga gegn því að þeir finni sér ekki vinnu, kynjuð fjárlög og nýjar opinberar stofnanir sem flækja lífið. Listinn er miklu lengri.

Á meðan ekki er til fé til að koma öldruðu fólki í sómasamlega hjúkrun eru til milljarðar til að kaupa sprengjur í fjarlæg átök sem koma Íslandi nákvæmlega ekkert við, bókstaflega. 

Hið opinbera er ekki að þjóna fólkinu. Fólkið er að þjóna hinu opinbera. Fólk er að fjármagna dellu sem fæðist í hugum útlendinga sem hata samfélagið. Hata gildi þín og markmið. Hata lífsstíl þinn og venjur.

Í stað þess að hafna þvælunni, því þvæla er það, þá látum við strengjabrúður sem kalla sig stjórnmálamenn, prófessora og blaðamenn mata okkur með hatursumræðunni gegn okkur sjálfum.

Og við samþykkjum, borgum og tileinkum sífellt meira af fé okkar og tíma til að tryggja tortímingu okkar.

Skrýtið, en samt ekki. Margar bækur - yfirleitt skáldsögur - hafa séð þessa þróun fyrir. Við leikum bara okkar hlutverk í því leikriti. Sjálfviljug. 

En kannski er kominn tími til að staldra við og hugsa málið. 

Kannski þurfum við ekki að hata okkur sjálf. Við getum auðvitað valið að gera það, en gætum mögulega hætt því.

Stjórnmálin eru mögulega ekki leiðin út úr sjálfstortímingu okkar. Kannski þarf meira til.

Fyrsta skrefið er að læra að efast. Að efast um að við, sem höfum aflað okkur sæmilegra lífskjara í náttúru sem vill fyrst og fremst drepa okkur, séum hið stóra vandamál heimsins. 

Næsta skref er að hugleiða allt það sem okkur er ekki sagt frekar en að einblína á það sem okkur er sagt. Hvaða álitsgjafi var valinn í viðtal? Hvaða myndskeið var sýnt, og hverju var sleppt? 

Þetta krefst vinnu en er þess virði. 

Sjálfur lét ég plata mig til að klappa fyrir tortímingu Bandaríkjanna og bandamanna, þar á meðal Íslendinga, á samfélagi Íraks á sínum tíma. Aldrei aftur, vona ég.


mbl.is Kourani áfrýjar dómnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta hefur verið svona lengi.

Virðist reyndar hafa hríðversnað undanfarin 10 ár.

Pólitíkin, þe kosningar virðast ekki leiðin út, vegna þess að allir í framboði virðast hafa sama takmark, en með aðeins aðra leið að því.  Svolítið eins og a' ara til Akureyrar, en valið stendur um að fara þangað á blárri Corollu eða rauðri.

Það er svo þrautin þyngri að reyna að útskýra þetta fyrir fólki, einfaldlega vegna þess að sumir eru bara of vitlausir (auðveldlega 20% mannkyns) og aðrir bara viljandi eru á móti því að heyra af þessu.

Það seinna er bókstaflega hryllilegt.

En já, ríkið hatar okkur.  Vill okkur bósktaflega feig.  Fyrir slíku eru mörg fordæmi.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.7.2024 kl. 10:47

2 identicon

Afar fáar athugasemdir við þennan góða pistil hjá þér.

Fyrir þá sem skilja hvað þú talar um er erfitt að tjá sig um málið án þess að hljóma sem klikkhaus. Mikið af fólki veit svo að eithvað mikið er að en er vart komið af stað með að hugsa hvað það getur verið. Og svo er stór hluti fólks sem er alveg sofandi eða er alveg sama svo lengi sem þeim líður sæmilega í dag og á næstunni.

Ég held að framundan séu mjög erfiðir upplausnar-tímar en ómögulegt að spá hvernig það mun líta út. Þeir sem eru undirbúnir (hvað og hvernig sem það nákvæmega er) munu verða fyrir minni skaða en þeir sem sofa föstum svefni eða værum svefni. 

Bragi (IP-tala skráð) 16.7.2024 kl. 13:07

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Takk fyrir frábæran pistil Geir.

Svo sannur og réttur. Gaman væri að heyra frá

pólitíkusum gefa komment á þetta, en það mun

aldrei ske þar sem þeir eru hvattir til að lesa

ekki fréttir og blogg, því það gæti sært egóið

að heyra stundum sannleikann um þá sjálfa.

Aðstoðarmenn þeirra sjá um þann lestur og færa þeim svo bara eitthvað

sem hentar þeirra skoðunum og rétttrúnaði.

Halda öllu neikvæðu frá sem best sýnir hversu alþingi er

gjörsamlega ójarðtengt við almenning í landinu.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.7.2024 kl. 13:30

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þakka athugasemdirnar.

Nú finnst mér hvoru tveggja að flestir stjórnmálamenn og opinberir starfsmenn séu að vinna af heilindum og telji sig vera að vinna í þágu almennings, og að þeir séu að skaða okkur.

Kokkur sem bakar rottueitur af miklum metnaði, af því uppskriftin er með réttum haus þar sem segir "Hamingjukaka", er litlu skárri en sá sem bakar rottueitur eftir uppskrift með fyrirsögninni "Rottueitur". Góður kokkur sér á hráefnunum hver lokaniðurstaðan verður: Nærandi eða eitruð. 

Geir Ágústsson, 16.7.2024 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband