Sunnudagur, 7. júlí 2024
Bákn? Nei, völundarhús
Innan hins opinbera eru margar stoppistöðvar fyrir þá sem þurfa á þjónustu eða áliti þess að halda. Þar er að finna ráðuneyti, eftirlitsstofnanir, nefndir, stofur, stofnanir og skrár af ýmsu tagi. Þetta veldur of vandræðum því ofan á flækjustigið kemur ákvarðanafælni og málum oft vísað hingað og þangað. Ég veit ekki hversu oft ég hef lesið lýsingar eins og þessa, en of oft:
Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði.
Kostnaðinn bera auðvitað einstaklingar og fyrirtæki.
Stjórnmálamenn gera ekkert í þessu. Þeir þora ekki að rísa upp gegn bákninu og vilja jafnvel ekki gera það. Séu stofnanirnar og embættin nógu andskoti mörg eru meiri líkur á að útbrenndur stjórnmálamaður geti krækt sér í eitthvað tilgangslaust starf á góðum launum þegar kjósendur eru búnir að hrækja honum út. Þau eru fleiri embættin en embætti sendiherra til að koma hlýðnum flokkshundi fyrir við trog í boði skattgreiðenda.
Ekki eru kjósendur að vakna upp við vondan draum ef marka má skoðanakannanir, en kannski er þeim líka vorkunn í því að fáir stjórnmálamenn þora að taka málstað almennings og fyrirtækja í baráttu þeirra við báknið, eða völundarhúsið réttara sagt.
Hið opinbera fyrir fólkið? Nei, fólkið fyrir hið opinbera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hluti af þessu er reyndar stjórnmálönnunum sjálfum að kenna. Meðal annars vegna þess hvernig þeir hafa hringlað með skiptingu verkefna á milli ráðuneyta vegna pólitískra ráðherrastólaleikja.
Sem dæmi veit ég fyrir víst að síðast þegar breyting var gerð og einu nýju ráðuneyti bætt við sem enginn vissi alveg hvað átti að standa fyrir, voru mörg verkefni stopp í nokkra mánuði á meðan starfsfólkið var að finna út úr því hvaða verkefni ættu að vera í hvaða ráðuneyti.
Þessi litla breyting kostaði milljarð ef ég man rétt. Allavega helling.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2024 kl. 18:18
Þetta er alltaf það sama: ríkið starfar ekkert fyrir fólkið, og fólkið getur ekki gert neitt í því,og vill það ekki, því það er of erfitt.
Svo...
Þetta hrynur á katastrófískan hátt á endanum, og skilur fólkið eftir snautt og grenjandi og kennandi hvort öðru um, vegna þess að það er samansafn af vangefningum.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.7.2024 kl. 19:22
Það er eins og þingmenn séu hnepptir í álög þegar þeir stíga fæti inn á Alþingi. Þeir sem verjast þessum álögum eru lagðir í einelti eða útskúfaðir. Sjáðu bara hvað gerðist með Arnar Þór. Það mun líða á löngu þar næsti þingmaður rís upp á lappirnar og segir stopp.
Ragnhildur Kolka, 8.7.2024 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.