Hási forsetinn

Framundan eru forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þar er í bili í framboði núverandi forseti sem er líklega með Parkinson-sjúkdóminn á háu stigi og hefur ekki ráðið neinu síðan hann var kjörinn í embættið. Núna er hafin einhver áætlun um að losna við hann án þess að þurfa eiga við forval innan flokks hans. Þess í stað verður handvalinn einhver gæðingurinn og honum rúllað inn.

Það er af þessari ástæðu að blásið var til kappræðna í júní frekar en í haust. Vitað var að Biden myndi klúðra þeim og með samstilltu ákalli fjölmiðla, í bland við einhverja áframhaldandi en sífellt minnkandi afneitun á ástandi hans, koma honum frá á einn hátt eða annan nógu seint til að flokksmenn geti ekki komið að tilnefningu staðgengils, en ekki of seint til að staðgengillinn nái nú að kynna sig fyrir kjósendum.

Eða svona hljómar ein samsæriskenningin sem mér finnst vera sannfærandi.

Sé hún rétt þá erum við með öðrum orðum stödd í miðju leikriti, vel skipulögðu, og fóðruð með molum sem eiga að leiða okkur að réttri niðurstöðu: Biden þarf að fara og í staðinn að koma einhver skelfing eins og ríkisstjóri Kaliforníu eða hver það nú er sem flokkseigendavélin er búin að velja. 

Líklega hefur örvæntingin farið af stað í baklandi Biden þegar kom í ljós að sakfelling á Trump fyrir tæknilega gallaðar bókhaldsfærslur hafði öfug tilætluð áhrif: Fylgi Trump hefur haldist hátt og kosningasjóðir hans eru orðnir stærri en hjá Biden. Væri Biden að mælast hár í könnunum væri auðvitað engin ástæða til að skipta honum út sem strengjabrúðu.

Sú samsæriskenning að yfirvöld og valdamenn stundi ekki samsæri er röng. Í gangi er samsæri um að skipta Biden út á þann hátt að þeir sem í raun fara með völdin haldi áfram að fara með völdin. 

Stundum eru leikrit svo vel hönnuð að áhorfendur bókstaflega lifa sig inn í söguþráðinn. Það virðist vera raunin núna. Eða hvenær ætla íslenskir fjölmiðlar að segja það sem allir vita frekar en að tala um hása forsetann?


mbl.is Viðurkennir að fjarað geti undan framboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Málið við samsæriskenningar er að sá sem trúir á þær hefur aldrei rangt fyrir sér og að þær skýra allt. Þetta gerir samsæriskenningar mjög aðlaðandi. En það sem er kannski merkilegast við samsæriskenningar er að fólk sem telur sig vera mjög gagnrýnið trúir þeim eins og nýju neti. Efasemdarmanneskja ætti að efast jafn mikið um samsæriskenningar eins og allt annað, ekki satt? Hvernig veistu til dæmis að Biden hafi engu ráðið síðan hann var ráðinn í embættið?

Wilhelm Emilsson, 3.7.2024 kl. 20:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Wilhelm,

Samsæriskenningar hafa margar hverjar þann eiginleika að rætast ekki fyrr en 6-12 mánuðum eftir að þær eru settar fram og eru kenningar á meðan. 

Hverju hefur áttræður Parkinson-sjúklingur ráðið? Hverju ráða slíkir einstaklingar almennt? Er ekki bara reynt að hlúa að þeim og gera sjúkdóm þeirra sem bærilegastan?

Menn ættu hér að vera skammast yfir alvarlegri misnotkun á lösnum manni, ekki að reyna sannfæra sig um að hann hafi valið sjálfur að eyðileggja dollarann, kljúfa heiminn í heimsveldastríð og gera stór svæði Bandaríkjanna óbyggileg fyrir skattgreiðendur.

Hvað sem því líður þá samþykki ég punkt þinn. Ég efast um samsæriskenningar, og fréttir, og fréttatilkynningar yfirvalda. Þetta vegur allt nokkuð jafnt hjá mér.

Geir Ágústsson, 3.7.2024 kl. 20:55

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alzheimer, ekki Parkinson.

En já...

Ásgrímur Hartmannsson, 3.7.2024 kl. 22:47

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Geir. Ef þú efast um samsæriskenningar þá er það af hinu góða. Ég gef mér það að við viljum báðir komast að sannleikanum og að kenningar þurfi að víkja fyrir honum. Þess vegna skiptir máli að vera með það á hreinu hvað staðfesti og hvað hreki samsæriskenningu eða aðrar kenningar, t.d. marxískar. 

Ég held að flestir sjái að það er eitthvað að hjá Biden en hingað til hefur enginn getað sýnt fram á hvað það er nákvæmlega. Þangað til annað kemur í ljós eru menn að spekúlera, sem er öllum leyfilegt.

Wilhelm Emilsson, 3.7.2024 kl. 23:30

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Það sem menn hafa gert er að kerfisbundið kalla hann "sharp" og "fit for duty", nánast sömu fyrirsagnir svo árum skiptir. Núna snúast þessar fyrirsagnir við þótt lítið hafi breyst í raun - Biden í þessum kappræðum var sá sami og Biden í aðdraganda þeirra. Smávegis grín hér:

Actual Audio Of Biden Getting Lost At The White House #funnyvideo #comedy #viral - YouTube

Geir Ágústsson, 4.7.2024 kl. 06:07

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Kenningar eru undirstað rannsókna. Fyrst er tilgáta sett fram og hún prófuð eða rannsökuð til að úrskurða réttmætis hennar. "Samsæris"kenningar eru því af hinu góða, því þær hvetja til frekari skoðunar/rannsóknar á fyrirbrigðinu sem er til athugunar. Tíminn sker svo úr um hvor að "samsæriskenningin" hafi verið bull eða ný undirstaða nýrrar þekkingar.

Wilhelm getur ekki fullyrt að sá sem beitir fyrir sér samsæriskenningu að trú hans sé óhögguð sama hvað. Menn skipta um skoðun ef þeir eru vitrir og hafa fengið nýja þekkingu sem afsannar þá gömu - undirstaða vísinda í dag. 

Frægasta samsæriskenning 20. aldar skapaðist í kringum morðið á Kennedy að morðið hafi verið samsæri. Hvað hefur svo komið í ljós? Hún reyndist byggja á nokkuð sterkum grunni og fáir trúa Warren rannsóknar skýrslunni um málið í dag.

Birgir Loftsson, 4.7.2024 kl. 10:11

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góðar kenningar, sem eru undirstöður rannsókna, eins og þú bendir á, eru kenningar sem hægt er að sanna eða afsanna. Ég er sammála þér þegar þú skrifar: "Menn skipta um skoðun ef þeir eru vitrir og hafa fengið nýja þekkingu sem afsannar þá gömu - undirstaða vísinda í dag." 

Samsæriskenning er ákveðin tegund af rökvillu, því það er hvorki hægt að sanna né afsanna hana. Ef sönnunargögn finnast ekki er það vegna þess að þeim hefur, til dæmis, verið eytt eða þau falin, segir samsæriskenningasmiðurinn. Þess vegna hefur hann aldrei rangt fyrir sér, svo lengi sem hann er fastur í neti samsærishugsunarháttar. 

Wilhelm Emilsson, 5.7.2024 kl. 04:20

8 Smámynd: Birgir Loftsson

Rétt hjá þér Wilhelm, þetta á við um marga samsæris kennismiði. 

Birgir Loftsson, 5.7.2024 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband