Hægristefnan

Hægristefnan, hvað er það?

Er það stuðningur við að það sé ekki lengur hægt að skilgreina hvað sé kona? 

Er það stuðningur við að ungmenni, sem mega ekki fá sér húðflúr og yfirdrátt, gifta sig og kaupa bjór, séu send í sjálfsmorðshugleiðingar af því þau fá ekki að sneiða af sér kynfærin af því það er búið að telja þeim í trú um að þau séu í röngum líkama?

Er það stuðningur við strengjabrúðustríð Bandaríkjanna við Rússland og fleiri ríki?

Er það stuðningur við að borgaralegt frelsi sé tekið úr sambandi til að berjast við kvefpest? Og þrýsta fólki í lyfjagjöf til að það geti kallað sig heilbrigt?

Er það stuðningur við orkuskort?

Er það stuðningur við tugmilljarða útgjöld til að halda uppi útlendingum og jafnvel að bjóða þeim betra velferðarkerfi en innfæddum?

Er það stuðningur við að hið opinbera blóðmjólki fyrirtæki í sinni eigu um arðgreiðslur til að borga af yfirdrættinum á meðan viðskiptavinir sömu fyrirtækja, sárþjáðir skattgreiðendur, sjá stighækkandi reikninga og jafnvel skerðingu á þjónustu á sama tíma?

Er það stuðningur við stjórnlausa útþenslu opinberrar stjórnsýslu?

Er það stuðningur við yfirgengilega íþyngjandi regluverk, sem er kallað evrópskt og innflutt en er í raun íslenskt og heimatilbúið?

Naflaskoðun Sjálfstæðismanna er bundin við útlendingamálin að því er virðist, sem Samfylkingin hefur svo snyrtilega stolið af þeim.

Það þarf meira til.

Það þarf að gera Sigmund Davíð Gunnlaugsson að forsætisráðherra Íslands á ný til að takast á við skrímslin sem aðrir leggja ekki í, rétt eins og hann gerði eftir að hafa tekið við brunarústum þaraseinustu vinstristjórnar (sú sem nú situr er önnur slík). 

Eða sér það einhver öðruvísi? Af hverju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er mjög fyndið hvað topparnir í sjálstæðisflokknum eru hissa á fylgistapinu. Það er ekki nóg að hafa góða stefnu ef það er ekki farið eftir henni. Stefna flokka er ekki marktæk, það þarf að skoða hvernig þetta fólk hegðar sér áður en greitt er atkvæði.

Geir, ég bað þig um daginn að athuga hvort þú gætir fundið eitthvað sem yfirvöld hafi gert til að létta Íslendingum lífið en ég reikna með  að þú ert í stökustu vandræðum sem segir allt sem segja þarf.

Það væri gaman ef einhverjum tækist að koma með eitthvað.

Kristinn Bjarnason, 2.7.2024 kl. 09:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Kristinn,

Nei veistu, þetta verður sífellt erfiðari spurning. Núna sé ég að íslensk vegayfirvöld eru að láta malbikunarstöðvarnar hræra í malbik sem þolir ekki svolítið sólarljós. Ekki bara er hið opinbera að gera það sem það gerir illa heldur líka að taka það sem var vel gert og eyðileggja það.

Geir Ágústsson, 2.7.2024 kl. 10:42

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er ekki ofsögum sagt að erfitt er að finna meiri óvini Íslendinga þó leitað væri út fyrir landsteinana. Við höfum lagt það í vana okkar að umbuna fyrir illa unnin störf þ.a.l verða störfin stöðugt unnin ver og ver. Mér finnst eins og við séum komin á einhvers konar endastöð. Annað hvort er að gefa nýju fólki tækifæri eða að þetta fer að verða búið spil.

Kristinn Bjarnason, 2.7.2024 kl. 14:52

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Miðflokkurinn er eini hægri flokkurinn. Kjósum taktískt!

Júlíus Valsson, 3.7.2024 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband