Gamalt vín í nýjum belgjum

Um daginn skrifaði ég grein á vefritið Krossgötur um svokallað nýmál (newspeak) hins opinbera. Nýmál er breyting á tungumálinu til að hafa áhrif, vekja hughrif eða jafnvel ná stjórn á hugsunum fólks. Við sjáum í sífellu ný dæmi um slíkt mál. Stríð er friður, lyfjagjöf er heilsa, ritskoðun er fræðsla. 

Úr grein minni:

Okkur er sagt að hið opinbera hafi nú keypt „kynjuð skuldabréf“ eða „sjálfbær skuldabréf“ sem eru bara aðrar leiðir til að segja að ríkisvaldið sé að steypa sér í frekari skuldir, en í meiri mæli að eyrnamerkja þær ákveðinni eyðslu. Þessu má líkja við að á heimili sé sótt um nýtt kreditkort fyrir hverja sólarlandaferð, „sólræn skuldabréf“ á tungutaki hins opinbera.

Blaðamenn taka yfirleitt fullan þátt í svona orðaleikjum og virðast vera ánægðir með hlutskipti sitt sem illa launaðir fjölmiðlafulltrúar. Háskólasamfélagið er himinlifandi enda er því oft falið að smíða orð til að réttlæta ritskoðun, skautun og nýjustu delluna. 

Við hin verðum bara að vera á varðbergi og reyna kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Grænt skuldabréf er nýr yfirdráttur. Sjálfbært skuldabréf er nýtt kreditkort. Sóttvarnaraðgerðir eru smækkuð útgáfa af fasisma. Baráttan gegn mein- og misupplýsingum er ritskoðun. Yfirvöld eru valdhafi, ekki þjónn almennings.


mbl.is Hvernig getur skuldabréf verið kynjað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband