Vegna hæsis!

Í nótt fóru fram kappræður milli fráfarandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, Trump, og núverandi forseta, Biden.

Kappræðurnar voru svo mikil skelfing fyrir Biden að allt hans stuðningslið er að míga í brækurnar og jafnvel að þrýsta á að Biden verði látinn víkja fyrir öðrum. Biden stamaði, fraus, muldraði og ruglaðist á milljón og billjón, svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn er jú búinn á því í hausnum, sem er sorglegt en satt.

Mætir þá RÚV til leiks:

... átti Biden oft erfitt með að gera sig skiljanlegan vegna hæsis.

Vegna hæsis!

Ég skil vel að menn vilji reyna að verja sinn mann. Sumir gera það með því að benda á rangar fullyrðingar Trump og reyna þannig að draga athyglina frá hinu raunverulegu vandamáli (því að Bandaríkjaforseti er andlega úr leik). En RÚV skýtur vel yfir markið. Hæsi kom því ekkert við að Biden var óskiljanlegur. Rödd hans var í alveg sæmilegu lagi.

En þetta fá íslenskir skattgreiðendur að borga fyrir: Hreinar og klárar lygar, vafðar inn í áróður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Held að óvíða kjósi fólk meir með tilliti til fjárhagurinn gengur en í USA

Biden fullyrti að efnahagurinn væri á blússandi siglingu undir hans stjórn

EF það er rétt þá vinnur hann - afhverju breyta því sem skilar árangri

Grímur Kjartansson, 28.6.2024 kl. 20:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Hreinar og klárar lygar segir þú.

En sástu þá frétt þybbna stráksins á Rúv til enda??, kynntur var til leiks eitthvað spáséní, sem sagður var hafa spáð fyrir úrslit forsetakosninga, að mig minnir löngu áður en hann fæddist.

Ókei, smá djók því maðurinn sem þy.., æ ég nenni ekki að reyna tala jákvætt um Hallgrím, mætti í beinni nærmynd af zúm eða eitthvað forrit sem menn nota til að tala í gegnum tölvu, og hann var svo hneykslaður að fjölmiðlar skyldu tala um lélega frammistöðu Bidens, þó hann hefði mismælt sig stundum, og kannski ekki alveg alltaf verið skýr, en enginn talaði um Trump, beinar lygar hans (sem vissulega voru fjölmargar, hins vegar spuring hvort sjálfhverfur Trump hefði fattað sínar eigin lygar), og það væri hið hlutdrægna.

Þetta var fréttin sem Rúv bauð upp á, forheimskan í æðsta veldi, ekki hjá hinum meinta ofurspámenni, viðtalið við hann hefði alveg getað verið sena í Englum Alheimsins eftir Frikka Þór, heldur þessi þybbni þarna, eða er hann bara feitur??, er samansem merki milli þess að vera mjög bústinn og vitgrannur???, skrýtið hvað ég dett út með þessa frétt, en hvað á maður í alvöru að segja???

Þú segir "hreinar og klárar lygar", enda þekktur fyrir hófsöm orð og málefnalega umræðu.

Ég greyið hins vegar get ekki notað þessi hófstilltu orð þín Geir, sögufölsun, afneitun raunveruleikans, ekki þau heldur.

Lægra en það lægsta í fyrri hlutdrægni Rúv nær kannski að lýsa þessari ófrétt, þessari árás á skynsemi fólks, en svo var sagt að Obama hefði talið karlinn standa sig nokkuð vel, ekki ætti að gagnrýna hann svona út frá einni kappræðu.

Legg það saman, og það finnst mér benda á myrkur, djúpt myrkur sem virðist móta upplifun fólks og fréttir, Hallgrímur endurspeglar eitthvað sem hann er fóðraður á, í sjálfu sér reikna ég ekki með að hann geti verið svona heimskur, spurningin er því; Hver fóðrar, og hvað veldur að fóðrið sé tuggið á skyldufréttastofu þjóðarinnar??

Ekki að ég eigi svarið, en hrein og klár lygir útskýrir ekki þessa nálgun.

Betur að svo væri, en er því miður ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.6.2024 kl. 23:00

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ómar,

Það þarf ekkert að ræða Trump og hans ýkjur og söguskoðanir.

En að Biden hafi ekki geta gert sig skiljanlegan "vegna hæsis"? Þetta orðaval er ekki bara algjör fjarstæða í sjálfu sér heldur líka táknrænt um nálgun, efnistök og innihald frétta meginskólpsmiðlanna.

Geir Ágústsson, 30.6.2024 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband