Föstudagur, 28. júní 2024
Evrópska veikin
Ég les í tölvupósti sem ég bað ekki um en las engu að síður:
At the start of the 21st century, 41 of the worlds 100 most valuable companies were based in Europe. Today that number has dropped to 19, with Novo Nordisk the only European firm represented in the top 20.
Og spurningu er beint að mér: Hvernig stendur á þessu? Hvernig getur Evrópa aftur orðið að heimavelli stórra og sterkra fyrirtækja?
Lifa menn í svona algjörri afneitun? Svarið er augljóst. Menn þurfa einfaldlega að hætta að grýta höfnina sína og þá geta skipin áfram lagt að bryggju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar farið var að skattleggja Apple, Google, Facebook o.fl. eftir starfsemi í hverju landi og ekkert skattalegt hagræði fylgdi því að hafa höfuðstöðvarnar pósthólf í lágskatta Evrópulandi fluttu mörg stór alþjóðleg fyrirtæki höfuðstöðvar sínar aftur til USA. Breyting á heimilisfangi og skattbyrgði en ekki starfsemi eða starfsmannafjölda í Evrópu. Skipin leggja enn að bryggjum Evrópu, bara ekki lengur ókeypis.
Hvernig getur Evrópa aftur orðið að "heimavelli" stórra og sterkra fyrirtækja?
Með því að skattleggja starfsemina aðeins í og eftir skattaprósentu þess lands þar sem heimilisfang höfuðstöðva er skráð þó það sé bara pósthólf eða skúffa hjá lögfræðistofu.
Vagn (IP-tala skráð) 28.6.2024 kl. 12:40
Samkvæmt Statista eru helstu vandamál mjög stórra fyrirtækja skortur á hæfu starfsfólki og flókið og erfitt regluverk.
Biggest problems faced by EU businesses 2023 | Statista
Talsmenn evrópska viðskiptalífsins kvarta undan flóðbylgju reglugerða sem hamla vexti:
EU businesses are falling behind their major competitors, BusinessEurope chief says - Talking Europe (france24.com)
Svo er það spillingin:
34% of companies in the EU say that corruption is a problem when doing business | Ipsos
Ég sé lítið fjallað um þetta skattamál. Það skiptir auðvitað máli en minna en kæfandi regluverkið, að því mér virðist.
Geir Ágústsson, 28.6.2024 kl. 15:00
Stóru fyrirtækin sem fluttu heimilisföng höfuðstöðva sinna hafa ekkert minnkað umsvif sín í Evrópu. Þau hafa aðlagað sig að regluverkinu og greiða nú skatta. Umrædd fækkun er bara lokun á pósthólfum.
Og hvaða fyrirtæki kvartar ekki yfir því að þurfa að fylgja reglum? Mældu rétt strákur er ein fyrsta sagan úr Íslensku viðskiptalífi, og átti þá strákurinn að hvíla þumalinn laumulega á voginni. Ekkert bann við sölu á möðkuðu mjöli og engar reglur til að trufla reksturinn í þá daga.
Vagn (IP-tala skráð) 28.6.2024 kl. 15:41
Vagn,
Aðdáun þínu á regluverki ESB er mikil, það skín í gegn. Afgangur heimsins í sínu maðkaða mjöli hlýtur að líta löngunaraugum til Brussel.
En að Evrópa státi bara af einu fyrirtæki í topp 20 af 100 í heiminum, og 19 af topp 100, sem er helmingslækkun á 20 árum, snýst ekkert um maðkað mjöl. Bara nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut.
Geir Ágústsson, 28.6.2024 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.