Til hvers?

Senn líður að forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í boði er óheflaður dóni og elliært gamalmenni. Menn geta haft þær skoðanir sem þeir vilja á pólitík þeirra en þetta er valið þegar kemur að persónum. 

Á meðan vestrænir blaðamenn átta sig á því að Trump er óheflaður dóni, og segja frá því við hvert tækifæri, þá reyna þeir eins og þeir geta að slá ryki í augu okkar þegar kemur að elliæra gamalmenninu sem er núna í páfagaukaþjálfun og verður svo sannarlega á örvandi efnum í komandi kappræðum. Til hvers? Af hverju að leggja á sig langar krókaleiðir til að afneita því að Biden eigi að vera á hjúkrunarheimili, ekki í Hvíta húsinu? 

Hvað rekur vestrænan blaðamann að lyklaborðinu til að gera það?

Ekki eru það launin, svo mikið er víst.

Sennilega bölvar vestræni blaðamaðurinn bandarískum kjósendum fyrir að ætla sér að kjósa óheflaðan dóna en ekki elliært gamalmenni. Þetta lýðræði er ekki alltaf gott, er það?

Mikið væri hressandi að fá góða greiningu af viðhorfum bandarísks almennings til núverandi forseta, sem er eins fjarri því að vera við stjórnvölinn og hægt er að hugsa sér og allir sjá það, og þess fráfarandi sem á það afrek á afreksskránni að hafa ekki stofnað til nýrra stríðsátaka - fyrsta Bandaríkjaforsetanum til að takast slíkt í áratugi.

En bjartsýni mín er hófleg. 

Þess í stað fáum við að lesa langa frétt sem segir allt nema það sem blasir við: Komandi kappræður verða sviðsettar að eins miklu leyti og hægt er, og munu þar mætast einn sem er málglaður og annar sem er páfagaukur.


mbl.is Biden æfir sig í flugskýli fyrir kappræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband