Orð sem miðill, orð sem blekking

Í dag birtist eftir mig grein á vefritinu Krossgötum með sömu fyrirsögn og þessi færsla: Orð sem miðill, orð sem blekking.

Mér finnst boðskapurinn þar mikilvægur. Við búum ekki í harðstjórnarríki sem myrðir fólk og dæmir í fangelsi án dóms og laga (hins opinbera), enda myndi það (vonandi) vekja upp neikvæðar tilfinningar í hugum okkar og sumum gæti jafnvel dottið í hug að andmæla.

Nei, þess í stað er okkur stjórnað með orðum og nýjum skilgreiningum á þeim. Það er til dæmis erfitt að henda tölu á orðsmíðar sem þýða í raun að ritskoðun sé alveg frábær, án þess að segja það beint. 

Ég vil hvetja alla til að passa sig á þessum leik yfirvalda og strengjabrúða þeirra meðal háskóla, fyrirtækja og blaðamanna. Allir þessir fjölmiðlafulltrúar hins opinbera eru um leið á launaskrá þess í síauknum mæli.

Í dag er okkur til dæmis sagt að stríð sé friður, og að sprautur séu heilbrigði.

Veirutímar voru hræðilegir fyrir samfélag og hagkerfi manna en afhjúpuðu um leið vopnabúr yfirvalda til að ná á þér fullum tökum. 

Vaknaðir þú við það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í ríki þar sem fólk hugsar smátt og veit þá fátt þá er ekki svo mikil hætta að fólk verði drepið fyrir fávisku sína, er það?

Grilla, græða og einkavinavæða.

Fávitavæðingin í hnotskurn.

L. (IP-tala skráð) 26.6.2024 kl. 23:54

2 identicon

 Góð og hnitmiðuð grein hjá þér. 

Eitt sem ég hef spurt mig er: Hver er raunverulegi tilgangur fjölmiðlastyrkja? Sumir fjölmiðlar fá háa ríkisstyrki, aðrir ekki neina. 

Bragi (IP-tala skráð) 27.6.2024 kl. 09:20

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekkert er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott... Segir gamalt máltæki. Jú, fjölmargir vöknuðu í covid og áttuðu sig á blekkingunni. En enn er stærsti hópurinn sem heldur að þeira sem vara við séu samsæriskenningasmiðir með álhatta,þegar allt sem þarf er opin augu og rökhugsun. 

Ragnhildur Kolka, 27.6.2024 kl. 09:30

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skrítið! Var að hugsa um nokkuð skylt efni þegar ég hafði hringt í vinkonu(r) úti á landi og ég andmælti ekki þeirri sem sagðist sjá svo eftir forsætisráðherra okkar...! Hafi hún hlustað áður er það fokið. 

Takk fyrir að benda á þessa taktík Ríkisstjórnar Ísl. Geir,en minni á aðð upplýsingar beraqst nær alltaf í gegnum Rúv.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2024 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband