Blórabögglarnir

Ímyndum okkur veitingastað hvers eigandi ákveður af hjartagæsku sinni að bjóði upp á niðurgreiddar barnamáltíðir. Þetta gæti eigandinn gert af mannúðarástæðum - börn þurfa að borða - en einnig viðskiptaástæðum - foreldrar koma með börn sín og borga fullt verð fyrir sjálfa sig sem borgar upp niðurgreiddu barnamáltíðirnar. 

Á þessum afslætti fyrir barnamáltíðir eru engin sérstök takmörk og skyndilega fer fullorðið fólk að panta þær. Fullorðinn maður pantar jafnvel tvær barnamáltíðir til að verða mettur. Starfsmenn staðarins benda eigandanum á hvað er að gerast en hann heldur fast í afsláttinn og innleiðir engin sérstök takmörk. Hann var jú búinn að lofa einhverju! Hann er skuldbundinn!

Fyrr en varir sjást engin börn á staðnum, allir panta barnamáltíðir og veitingastaðurinn fer að tapa stórfé og fer á endanum í gjaldþrot.

Nú gæti einhver sagt að þessi eigandi hafi ekki verið starfi sínu vaxinn. Hann hefði átt að takmarka aðgengi að barnamáltíðunum við eitthvað sjálfbært: Bjóða börnum upp á lægra verð en loka á misnotkun fullorðinna.

Einhver annar segir hins vegar sagt að þetta fullorðna fólk ætti að vita betur og vera ekki að misnota sér svona gott boð.

Persónulega finnst mér bæði vera rétt: Eigandinn bjó til ómótstæðilega freistingu og fólk freistaðist.

Er ekki vandamál hælisleitenda á Íslandi og mun víðar af nákvæmlega sama tagi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snjöll samlíking og eins og fleiri snjallar samlíkingar þá er hún góð svo langt sem það nær. Það sem vantar í hana gæti verið eitthvað á þá leið að á einhverjum tímapunkti hafi fullorðna fólkinu verið gert ókleift að panta sér mat af fullorðinsseðlinum. Það eina sem var í boði fyrir fólk sem langaði að fá sér að borða á staðnum hafi verið maturinn á barnaseðlinum nema einhver kokkur eða þjónn hafi sótt þig út á götu (og kannski neitt þig til að vinna kauplaust þegar þú varst búinn með matinn).

Það er allt að því ómögulegt fyrir fólk frá ákveðnum heimshlutum að sækja um landvistar- og atvinnuleyfi í Evrópu.

Grímur (IP-tala skráð) 26.6.2024 kl. 09:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vissulega góður punktur. "Skuldbindingarnar" kalla á flóðgátt frá sumum svæðum en alveg lokað fyrir allt frá öðrum.

Geir Ágústsson, 26.6.2024 kl. 10:29

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það virðist líka vera mikil freisting í því að láta peninga sem fara i þróunaraðstoð hverfa - því eftirlitið er lítið sem ekkert og mjög "óþægilegt" að það sé upplýst að peningunum hafi verið stolið

Ambassadpersonal möttes av tomt kontor – 35 miljoner borta | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 26.6.2024 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband