Laugardagur, 22. júní 2024
Frá þér til þín
Núna stendur yfir dreifing á bók sem ríkisvaldið hefur látið útbúa fyrir peningana þína í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins Íslands og hægt er að fá endurgjaldslaust. Gjöf til landsmanna. Frá landsmönnum. Efni bókarinnar er svo lýst:
Í þessari bók er rakin saga af ímynd fjallkonunnar, sagt frá því hvenær hún verður til í orði, hvenær og hvernig hún tekur á sig mynd, hvenær hún tekur til máls og hvað hún hefur haft að segja okkur á liðnum áratugum og allt til samtímans.
Mikilvægara lesefni er erfitt að ímynda sér. Fyrir allar milljónirnar sem fóru í að framleiða lesefni fyrir landsmenn er varla hægt að fá meira fyrir peninginn.
Með tíð og tíma munu þessar bækur enda á bóka- og nytjamörkuðum og vera þar í stórum stæðum við hliðina á gömlum Andrésblöðum og þýddum ástarsögum. Þessar bækur gætu líka endað í sumarbústöðum sem eldsmatur í arininn. Þær má nota til að þurrka laufblöð. Svo má auðvitað nota þær til að drepa flugur sem sleppa inn um gluggann.
Gjöf, frá þér til þín, nothæf til margra hluta en sennilega síst til að afla sér nothæfrar þekkingar.
Takk fyrir, ríkisvald!
Fjallkonunni dreift í 28.500 eintökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir, ertu til í að reyna að finna eitthvað jákvætt sem ráðamenn gera, eitthvað sem léttir líf Íslendinga?
Kristinn Bjarnason, 22.6.2024 kl. 15:44
Ef einhver hefur laumað undan bókabrennunni fyrri útgáfunni
þá gæti það orðið verðmætt safnaraeintak síðar
Grímur Kjartansson, 22.6.2024 kl. 15:51
Ha, ha.
Tek undir þökkina.
Hefði samt kosið að dráparar fjallkonunnar hefðu ekki fjármagnað bókina, það eiga jú að vera takmörk á allri hræsni.
En við fengu allavega bros í staðinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.6.2024 kl. 16:42
Er hægt að afþakka bókina og fá bara peninginn í staðinn svo maður geti keypt sér þægilegri klósettpappír?
Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2024 kl. 19:54
Kristinn,
Þeir eru á leið í sumarfrí bráðum. Það er væntanlega mikill léttir fyrir samfélagið og atvinnulífið.
Grímur,
Þessi þúsundir eintaka sem voru með upphafsorð frá atvinnulausum forsetaframbjóðanda? Já, það gæti verið.
Ómar,
Þegar það er engin eftirspurn eftir lesefni þá er vitaskuld við hæfi að allir séu neyddir til að fjármagna framleiðslu þess. Það segir sig sjálf.
Guðmundur,
Peningunum hefði eflaust verið betur varið í hefðbundinn klósettpappír en hættan auðvitað sú að það verði keyptir ríkisklósettpappír sem er bæði óþægilegur og veikbyggður.
Geir Ágústsson, 23.6.2024 kl. 10:09
Maður á ekki til orð, bruðl með peninga þessi bókaútgáfa.
Nú er svo komið að bókamarkaðir og Hertex taka vart við fleiri bókum svo það losna kannski um 100 manns við bókina. Afgangurinn fer í ruslagám. Skynsamlegra hefði verið að senda hverjum manni krækju að bókinni, gefa rafræna bók.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2024 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.