Fimmtudagur, 20. júní 2024
Evrópska lýðræðið
Um daginn kusu íbúar Evrópusambandsins til Evrópuþingsins. Það má miklu frekar kalla þær kosningar eina stóra skoðanakönnun enda breyta niðurstöðurnar í engu því hverjir ráða í raun þar á bæ. Óformlegir kvöldverðir forsætisráðherra Evrópusambandsins eru í staðinn sá vettvangur þar sem völdunum er skipt, eða eins og segir í frétt DW:
Scholz, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og endurnýjaður frambjóðandi von der Leyen, hittust á hliðarlínunni á G7 leiðtogafundinum í Apúlíu á Ítalíu í síðustu viku til bráðabirgðaviðræðna um æðstu störf ESB.
Nú á mánudaginn lögðu allir 27 leiðtogarnir spilin sín á borðið við óformlegan kvöldverð í byggingu Evrópuráðsins í Brussel, að sögn diplómata ESB. Fljótlega bárust fréttir af því að búist væri við að Antonio Costa, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, yrði næsti leiðtogi leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Costa, sem er mið-vinstri sósíalisti, er fulltrúi suðurríkja sambandsins.
Kaja Kallas, frjálslyndi forsætisráðherra Eistlands, gæti á sama tíma orðið nýr utanríkismálastjóri ESB, sem fulltrúi austurhluta aðildarríkja sambandsins. Kristilegi demókratinn Roberta Metsola, sem gegnir nú embætti forseta Evrópuþingsins, gæti setið áfram í tvö og hálft ár í viðbót, fulltrúi smærri suðurríkja ESB.
**********
Scholz, French President Emmanuel Macron, Italian Prime Minister Giorgia Meloni and renewed candidate von der Leyen met on the sidelines of the G7 summit in Apulia, Italy, last week for preliminary talks to discuss EU top jobs.
This Monday, all 27 leaders "put their cards on the table" at an informal dinner at the European Council building in Brussels, according to EU diplomats. News soon emerged that Portugal's former prime minister Antonio Costa was expected to become the next head of the European Council. Costa, a center-left Socialist, represents the bloc's southern countries.
Estonia's liberal Prime Minister Kaja Kallas, meanwhile, could become the new EU foreign policy chief, representing the bloc's eastern member states. Christian Democratic Roberta Metsola, who currently serves as President of the European Parliament, could remain in office for another two-and-a-half years, representing smaller southern states in the EU.
Þá vitum við það. Völdunum er skipt yfir steik og rauðsvínsglasi í góðra vina hópi þar sem allir fá eitthvað fyrir sinn snúð, enda nóg af embættum til skiptanna.
Nema auðvitað þessir öfgahægrimenn sem röskuðu nætursvefni margra í smástund eða þar til menn áttuðu sig á því að kosningar til þings voru í raun skoðanakönnun án áhrifa. Nema auðvitað að það takist að rugga bátnum, en sjáum hvað setur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Athugasemdir
Það verður enginn friður í Evrópu með Kaju Kallas sem utanríkisráðherra eins blóðþyrst og hún er. Líkur standa til að Mark Rutte, fallistinn frá Hollandi sem ætlaði að leggja landbúnaðinn þar niður, verði næsti framkvæmdastjóri Nato. Með þau tvö og stríðsóðu Kanana lítur út fyrir að við fáum kjarnorkusprengjuna í hausinn fyrr en varir.
Ragnhildur Kolka, 21.6.2024 kl. 08:22
Ragnhildur,
Þetta er drungaleg mynd sem þú dregur upp en ég sé ekki að hún sé óraunhæf. Vonandi styttist í að Trump sparki Biden út úr Hvíta húsinu svo hann geti á ný sprautað smávegis heilbrigðri skynsemi í höfuð þjóðarleiðtoga. Það má gagnrýna hann fyrir margt en í málefnum stríðs og friðar var hann með margt á hreinu.
Geir Ágústsson, 22.6.2024 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.