Gestgjafarnir

Ímyndaðu þér að þú búir í fjölbýlishúsi og að húsfélagið hafi ákveðið að innrétta nokkur herbergi í kjallaranum til að hýsa heimilislaust fólk eða fólk í tímabundnum vandræðum og jafnvel sjá því fyrir mat, hita og vatni, tannlæknaþjónustu og heyrnatækjum. Ímyndaðu þér svo að þessi herbergi fyllist hratt og að í þau flytji jafnvel fleira og fleira fólk þar til þau eru orðin of lítil. Einhverjar íbúa hússins tala um að fara loka á komu fleiri en stjórn húsfélagsins stendur fast á sínu og áfram er bætt við fólki og herbergjum fjölgar. 

Loks kemur sá dagur að kjallarinn er einfaldlega fullur og húsfélagið velur þá að kaupa upp íbúðir í húsinu og gera að herbergjum fyrir fólk í neyð. Áfram streymir fólk inn og kostnaðurinn við að halda því uppi eykst stjarnfræðilega. 

Núna stendur mörgum íbúum ekki á sama lengur og mótmæla en tapa alltaf þegar kosið er í nýja stjórn húsfélagins. Fólkið á efstu hæðunum, sem er hjartahreint og efnað, er alsælt ennþá og finnur ekki fyrir miklum óþægindum, nema auðvitað hærri og hærri reikningi.

Með tíð og tíma minnka þó vinsældir stjórnar húsfélagsins nægilega vel til að henni megi koma frá í kosningum. En þá myndast önnur klípa: Hið opinbera er fegið að þurfa ekki að eiga við alla þessa aðkomumenn og skikkar húsfélagið til að halda áfram að bæta við aðfluttu fólki. Sé gerð einhver tilraun til að stöðva flæðið þá verða afleiðingar fyrir íbúa hússins. Þeir opnuðu á flóðgáttirnar og fá ekki að loka þeim.

Frekar súrt, ef þú spyrð mig, en nú var þetta auðvitað bara ímyndað dæmi.

Að öðru:

Víða í Evrópu eru ríki við Miðjarðarhafið að reyna hægja á flóðbylgju flóttafólks og hælisleitenda, enda allt að springa. Þetta er ekki vel séð af öðrum ríkjum sem óttast að flóðbylgjan lendi á þeirra landamærum í staðinn. Evrópusambandið sættir ekki við svona tilraunir einstaka ríkja til að verja eigin landamæri og velferðarkerfi.

Það þarf að skipta um stjórn í húsfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svo má spyrja sig hverjir eru í raun í kjallaranum?
Ef til vill komin tími á að setja leikverkið Biedermann og brennuvarganir í nýja túlkun. Þó ekki viti ég  hver gæti skilað hlutverki Biedermanns jafnvel og Róbert Arnfinnsson gerði á sínum tíma

Grímur Kjartansson, 18.6.2024 kl. 16:59

2 identicon

Umhugsunarefni fyrir "kjallarabúa" eins og þig.

Vagn (IP-tala skráð) 18.6.2024 kl. 17:33

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Takk fyrir innlitið og athugasemdina sem ég viðurkenni að ég skil ekki alveg. Gætir þú hjálpað mér að skilja? Ertu að meina að allir flutningar fólks yfir landamæri séu á pari við að hleypa inn hælisleitendum, eða eitthvað annað?

Geir Ágústsson, 18.6.2024 kl. 21:59

4 identicon

Ég er nokkuð viss um að flestir Danir sjá þig sem gest, útlending. Og þegar þeir vilja útlendingana burt þá sé ekkert verra að losna við þig en einhvern annan útlending. Flótti þinn til Danmerkur í leit að betri lífskjörum, með eða án vinnu, er ekkert frábrugðinn flótta annarra innflytjenda.

Vagn (IP-tala skráð) 18.6.2024 kl. 23:10

5 identicon

Það er eins og sumir skilji ekki munin á frjálsu flæði fólks innan Schengin þar sem íbúar geta flutt milli aðildaríkja og hefur þar bæði búsetu- og starfsréttindi án sérstakrar heimildar.  Það fólk öðlazt engin réttindi til opnberrar framfærslu og verður sjálft að sjá sér farborða frá fyrsta degi. Það eru ekki flóttamenn.

Hælisleitendur sem hingað koma hafa hvorki heimild til búsetu né atvinnuréttindi og eru frá fyrsta degi á framfæri skattgreiðenda. Nema auðvitað að Vagn taki að sér að hýsa þá, fæða og klæða.  Varla ætlast hann til þess að aðrir fjármagni hans góðmennsku.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.6.2024 kl. 00:26

6 identicon

Það er vel þekkt að þegar kjör voru verri hér flykktust Íslendingar til hinna norðurlandanna til þess eins að þiggja framfærslu viðkomandi ríkis. Efnahagslegir flóttamenn sem skráðu sig strax á atvinnuleysisbætur og í félagslegt húsnæði á kostnað ríkis og bæja. Aðeins milliríkjasamningar sáu til þess að þeir þurftu ekki að skrá sig sem hælisleitendur.

Og í augum þeirra sem ekki vilja útlendinga er enginn munur á Pólverja og Pakistana. Þeir vilja þá alla burt. Gestirnir, hvaðan sem þeir koma, eru ekki velkomnir. Og Shengen ekkert sem þeir vilja.

Vagn (IP-tala skráð) 19.6.2024 kl. 01:10

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Hverjir eru að boða brottvísun á útlendingum sem laga sig að samfélaginu, vinna fyrir sér og hafa jafnvel lært tungumálið?

Og hvar lýsa þeir slíkum skoðunum?

Geir Ágústsson, 19.6.2024 kl. 04:38

8 identicon

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.6.2024 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband