Gullgrafarahórur

Einn af mínum uppáhaldsgrínistum er Bill Burr. Hann er svo fyndinn að fólk sem er hjartanlega ósammála honum í öllu stenst ekki að hlægja (ég get vitnað um það sjálfur). Hann er af gamla skólanum en svo orkumikill og beittur að það er erfitt að standast hann. Hann er klár og rökfastur og þegar hann kveikir í nýjasta rétttrúnaðinum er erfitt að sjá holur í málflutningi hans.

Í frægu atriði hans talar hann um hjónabönd og af hverju hann óttast að giftast (giftist vissulega seinna, en önnur saga).

Hann talar um gullgrafarahórur (gold digging whores) í því samhengi: Konur sem sækja í menn sem kunna að vinna fyrir sér (eru helst ríkir) og skilja svo við þá og labba í burtu með fjársjóð.

Nú þykir mér persónulega tungutak hans aðeins of gróft til að ég taki mér það sjálfur í munn, en ég skil skilaboðin. Þau mætti jafnvel heimfæra á íslenskan veruleika þegar íslensk hjón skilja. Konan hirðir fullt forræði barnanna, sýgur til sín meðlög og fær að auki opinbera styrki. Maðurinn situr eftir sem barnlaus fátæklingur og fóðrar tölfræði sjálfsvíga, afleiðingalaust, enda gildir engin meðalhófsregla á Íslandi um meðlagsgreiðendur (feður). 

Gullgrafarahórur? Ég veit það nú ekki, en skemmtilegt orð í ákveðnu samhengi.


mbl.is Ertu viss um að þú hafir valið réttan lífsförunaut?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband