Mánudagur, 10. júní 2024
Hverju reiddust goðin þá?
Mikið held ég að mér myndi finnast skemmtilegt að fá borgað fyrir að vera blaðamaður og að fá borgað fyrir að henda í nokkur orð um eitthvað sem ég les á erlendum síðum, þá aðallega BBC, CNN og álíka.
Ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að vera leiðréttur, og væri ég leiðréttur ekki þrýst á mig að birta leiðréttingu og hvað þá biðjast afsökunar. Nei, ég gæti einfaldlega haldið áfram að skrifa á sama hátt og fá textann birtan.
Ég gæti til dæmis skrifað fyrirsögnina Markaðir nötra vegna uppsveiflu hægriflokka og bent á 2% lækkun á hlutabréfavísitölu í Frakklandi. Þá lækkun þyrfti ég ekki að setja í neitt samhengi, svo sem að auðvitað taki markaðir svolitla kippi á einn eða annan veg þegar stærri fréttir úr stjórnmálunum birtast. En að þeir nötri? Erfitt að segja.
Skoðum þessa hlutabréfavísitölu, CAC-40 hlutabréfavísitöluna frönsku:
Hverju reiddust goðin þegar sama hlutabréfavísitala tók miklu stærri dýfur á undanförnum 12 mánuðum?
Blaðamaður nefnir líka skarpa lækkun á hlutabréfum tveggja banka án þess að minnast á svipað stórar eða mun stærri breytingar í hlutabréfaverði sömu banka á innan við ári.
Hverju reiddust goðin þá? Eða hvað gladdi þau?
Ég veit að margir óttast afleiðingar þess að gagnrýnendur óhefts innflutnings á fólki og stjórnlausrar eyðslu í orkuskort labba núna inn í valdalaust þing í Evrópu sem skiptir engu máli. Selji jafnvel einhver hlutabréf.
En vil ég þá frekar biðja menn um að róa sig og lesa hugleiðingar blaðamanns hjá BBC sem er farinn að efast um að við fáum eitthvað út úr því að stimpla fólk með æsandi titlum sem selja fyrirsagnir:
Lokahugsun: Þegar reynt er að gera harðar spár um hvers konar vald þjóðernissinnaðir hægriflokkar munu eða munu ekki beita í ESB í framtíðinni eru merkingar oft ekki svo gagnlegar.
Sumir þjóðernissinnar sem eru langt til hægri eru að færast nær meginstefinu til að ná til fleiri kjósenda og sífellt fleiri stjórnmálamenn frá miðju-hægrinu hafa verið að apa eftir tungutaki ytra hægrisins í heitum málum eins og fólksflutningum og umhverfismálum til að reyna að halda í stuðningsmenn.
Á heildina litið fengu mið-hægrimenn flest sæti og náðu mestum árangri á Evrópuþinginu.
Þú gætir samt ekki séð þessa fyrirsögn svo oft. Hún er minna áberandi en umræða um hag öfgahægrisins.
**********
A final thought: When trying to make firm predictions about the kind of power the nationalist right will, or will not, exert in the EU going forward, labels are often not that helpful.
Some hard-right nationalists are becoming more mainstream to woo more voters and increasing numbers of centre-right politicians have been aping the language of the far right on hot button issues like migration and the environment, in an attempt to hold on to supporters.
Overall, the centre-right won the largest number of seats and made the biggest number of gains in the European Parliament.
You might not see that headline all that often though. Its less eye-catching than a debate about far-right gains.
Var þetta ekki hressandi yfirveguð greining hjá fjölmiðli sem er meðal stærstu boðbera rangupplýsinga og áróðurs sem um getur?
Franskir hlutabréfaeigendur munu jafna sig hratt. Það mun Evrópa líka gera. Í raun fór bara fram stór skoðanakönnun þar sem niðurstöðurnar komu mörgum á óvart, en völdin verða eftir sem áður í höndum ókjörinna embættismanna.
Alveg eins og lýðræðiselskendurnir vilja hafa það.
Markaðir nötra vegna uppsveiflu hægriflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvenær breyttist "hægri-" í skammaryrði?
Hvenær varð eitthvað slæmt við ættjarðarást?
Svo mikið að "ESG-woke" markaðir nötra af andúð...
Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2024 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.